Kína smásögur

Allt í plati

Annar kennarinn okkar í kínversku er stórkostlegur, hann heitir jú Yellow Nature. Um daginn var hann að spyrja okkur hvenær við ættum afmæli. Við svörum vitaskuld á kínversku og svo þegar allir hafa verið yfirheyrðir átti sér stað eftirfarandi samræður í bekknum.

Yellow Nature: You know when is my birthday?
Bekkur: uuuuu ... no
YN: Today,      today is my birthday!
B: fagnaðarlæti og allir spyrja .. really?
YN: ha ha no... FEIK....!

Afmælisgjöf eða forseti?

Í framhaldi af því sagði hann okkur frá því að hann hefði eitt sinn haldið upp á afmælið sitt og í það hefði komið bandaríkjamaður sem er vinur hans. Á þeim tíma var enskan hans verri, ekki er hún nú neitt sérstaklega góð, maðurinn segir alltaf take a rest þegar það koma frímínútur. En alla veganna vinur hans kemur í afmælið réttir honum afmælisgjöf og þá spurði Gula Náttúran hann voða ánægður með pakkann: AA you want to give me your president? Thank you!

Misgóður skilningur kennara.

Í fyrsta tíma í kínverskri lögfræði var ljóst í hvað stefndi. Þétt setinn bekkur af þjóðverjum, finnum og íslendingum mæta í fyrsta tíma og kona á fertugsaldri labbar inn. Hún setur af stað eitthvað glærusjó og byrjar að lesa beint upp af blaði, orðrétt. Nema hvað hún var þarna með kort af Kína og segir okkur frá því upplesnu af blaði að hún hafi nú farið í skóla sem er staðsettur mitt á milli Peking og Shanghai. Þá spyr einn í bekknum: Liggur ekki Kínamúrinn í gegn um Peking? Kennarinn flettir í gegn um blaðabunkann sinn, bendir síðan á kortið og segir: No no we are in Shanghai, here!

Nokkrum tímum síðar er verið að kenna okkur um stjórnarskrá Kínverska lýðveldisins þegar einn spyr: Er hægt að segja að það sé málfrelsi í Kína? Hún í stresskasti horfir á einn þjóðverjann eins og hann væri gangandi alfræðiorðabók og ætti að vita svarið og eftir smá störu á veslings Max þá segir hún við hann á mjög vélrænan hátt: Þú skrifa spurningu og senda mér email. Ég svara næsta tíma!

Hvernig á maður að geta lært eitthvað af þessu liði, það talar varla stakt orð í ensku!

En best að halda áfram að skrifa ritgerðir, endilega muna að kvitta ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvittery kvitt, ég hafði vikrilega gaman af að lesa síðuna þína, en þú dugleg að skella þér í kínverskunám og gangi þér vel með ritgerðinar

Margrét Hrönn (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:48

2 identicon

Það lítur út fyrir að ég þurfi að éta ofan í mig orðin síðan síðast!

Keep up the good work!

Halldóra (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 12:51

3 identicon

Það verður gaman að hitta ykkur aftur og láta ykkur segja eitthvað á´kínvesku til að testa kunnáttuna

Hafdís Harðar (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:04

4 identicon

Snillingur....djöfull er gaman hjá þér. Kvitti kvitt...Begga

Begga (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 07:25

5 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

*KAST* Gula Náttúran er tær snilld

Guðný Drífa Snæland, 20.11.2007 kl. 09:53

6 identicon

halló.þekki þig ekki neitt =).en datt inn á bloggið þitt, þú ert góður penni.kv

adda laufey (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband