Byrjuð að blogga á ný... allt mömmu til heiðurs

Eftir eina og næstum ítrekaða ósk móður minnar á mæðradaginn ákvað ég að halda áfram að blogga. Hversu oft og hversu mikið á enn eftir að koma í ljós en þetta er allt saman mjög spennandi. Ég er nú stödd á fögru landi ísa því kannski ekki eins framandi sögur sem ég hef fram að færa en ég mun gera mitt allra besta til að gleða og kæta aðdáendur og velunnara síðunnar.

Borgarbókasafn
NÚ .. það vill svo til að ungfrúin góða er að fara að skrifa BS ritgerð í sumar svo að ég útskrifist nú á endanum. Svo ég settist niður og hugsaði með mér.. já heyrðu það eru allir alltaf á Þjóðarbókhlöðunni, ég nenni því ekki, ef allir eru þar þá verð ég einhversstaðar annarsstaðar. Gott mál, ég fann lausn allra minna mála, Borgarbókasafn Reykjavíkur, aðalútibú á Tryggvagötunni. Jibbí skibbí, ég gæti komist í allar þær bækur sem mig vantar og þar er aldrei neinn.  Þar gæti ég dansað um gangana og á milli hillna og myndi kannski kynnast einum starfsmanni sem yrði mín innanbúðarmanneskja á ögurstund rétt korteri fyrir skil á ritgerð. Þar myndu draumar mínir rætast.
Grunnhyggnir háskólanemar HÍ myndu væntanlega hvort eð er ekki láta sjá sig dauða á öðrum bókasöfnum en á hlöðunni annað en Bifrastarnemar sem láta sjá sig á bókasöfnum út um allan bæ, svo kallaðar bókasafnshórur.

...EKKI nema það að ég fer á draumabókasafnið mitt og ætla mér stóra hluti en við mér blasir hin draugfúla staðreynd að bókasöfn á vegum borgarinnar eru uppfull af pirruðum, illa launuðum starfsmönnum sem hafa ekki vott af þjónustulund og hafa engan tíma til að sinna kúnnum. Ég er bara enn að þakka fyrir að hafa fengið bókasafnskort og að hafa náð að punga út einni bókaskruddu. Hvað er málið annars? Hefur Reykjavíkurborg haft starfsmannastefnu sem hljóðar svo að allir hundleiðinlegir starfsmenn sem enginn getur unnið með séu „vistaðir“ á bókasöfnum borgarinnar? En ég ætla ekki að gefast upp þó, ég ætla að gefa sambandi okkar annað tækifæri en verð að segja að ef bókasafnsstarfsmenn hafa ekki meira fram að færa í sambandinu þá gæti ég fallið í hendur Þjóðarbókhlöðunni á ný, guð einn veit að ég er ekki að fara að hanga á bókasafni Háskólans á Bifröst eftir að ég flyt í bæinn.

Og að því .. ég er sem sagt að flytja af Bifröst í lok júní og flytja allt mitt dót á einn stað, í íbúðina mína fögru og fínu. Hugsunin ein og sér um að flytja af Bifröst fyllir mig.... GLEÐI OG ÓENDANLEGRI HAMINGJU. Ég vil varla hugsa til þess að flytja því þá vil ég bara flytja strax. Tilhugsun um það að vera að útskrifast er svolítið skrítin því ég veit svo sem ekki hvað er handan við hornið en mig hlakkar til að sjá það.
Talandi um útskrift, við erum að fara í lokapróf á morgun og ég veit ekki um einn lagadeildarnema sem lærði neitt í dag. Í dag er hinn merki dagur sem nota skal til upplestrar EN það er svolítið erfitt þegar það er brjáluð sól og æðislegt veður. Svo að dagurinn fór að mestu í það að flakka milli sólpalla, glenna sig í sólinni og grilla ...
En það er lokapróf á morgun í skaðabótarétti og þegar því lýkur á ég eftir tvo 3 vikna áfanga og er svo out of here...

En þar til næst, kveðja úr sveitasælu Norðurárdals


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Jeiiiiii...loksins loksins bloggfærsla hérna =) Veistu ég gæti ekki verið meira sammála þér með flutning af Bifröst...ég stend mig oft og iðulega að því að vera að hugsa um og útúrpæla niðurpakkelsi og flutning, var án gríns næstum byrjuð um daginn !!

Meiri sól í dag ..vííííí...við í sólbað :P

Steinunn (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Einu sinni fór ég í bátsferð út á Hreðavatn með séra Bolla Gústafssyni. Hann sat afturí, og ég framí. Ég held að ég hafi aldrei komist eins nálægt himninum og þá. Slíkur var þungi klerksins.

Bergur Thorberg, 10.6.2008 kl. 11:16

3 identicon

Hjelló.

heyrðu, ekki sá ég þig á ársþingi ungra framsóknarmanna ;)

ég var á hótel heklu sömu helgi í fríi og þau héldu 70 ára afmæli sitt og þinguðu. 

Heavy skemmtilegur hópur. hefði verið geggjað ef þú hefðir verið þar líka. bið að heilsa, þurfum að fara að hittast, þó það væri ekki nema kíkja í smá dinner eftir vinnu á kaffihús einu sinni til teilbreytingar, farðu svo að blogga stelpa :)

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband