Færsluflokkur: Bloggar

Byrjuð að blogga á ný... allt mömmu til heiðurs

Eftir eina og næstum ítrekaða ósk móður minnar á mæðradaginn ákvað ég að halda áfram að blogga. Hversu oft og hversu mikið á enn eftir að koma í ljós en þetta er allt saman mjög spennandi. Ég er nú stödd á fögru landi ísa því kannski ekki eins framandi sögur sem ég hef fram að færa en ég mun gera mitt allra besta til að gleða og kæta aðdáendur og velunnara síðunnar.

Borgarbókasafn
NÚ .. það vill svo til að ungfrúin góða er að fara að skrifa BS ritgerð í sumar svo að ég útskrifist nú á endanum. Svo ég settist niður og hugsaði með mér.. já heyrðu það eru allir alltaf á Þjóðarbókhlöðunni, ég nenni því ekki, ef allir eru þar þá verð ég einhversstaðar annarsstaðar. Gott mál, ég fann lausn allra minna mála, Borgarbókasafn Reykjavíkur, aðalútibú á Tryggvagötunni. Jibbí skibbí, ég gæti komist í allar þær bækur sem mig vantar og þar er aldrei neinn.  Þar gæti ég dansað um gangana og á milli hillna og myndi kannski kynnast einum starfsmanni sem yrði mín innanbúðarmanneskja á ögurstund rétt korteri fyrir skil á ritgerð. Þar myndu draumar mínir rætast.
Grunnhyggnir háskólanemar HÍ myndu væntanlega hvort eð er ekki láta sjá sig dauða á öðrum bókasöfnum en á hlöðunni annað en Bifrastarnemar sem láta sjá sig á bókasöfnum út um allan bæ, svo kallaðar bókasafnshórur.

...EKKI nema það að ég fer á draumabókasafnið mitt og ætla mér stóra hluti en við mér blasir hin draugfúla staðreynd að bókasöfn á vegum borgarinnar eru uppfull af pirruðum, illa launuðum starfsmönnum sem hafa ekki vott af þjónustulund og hafa engan tíma til að sinna kúnnum. Ég er bara enn að þakka fyrir að hafa fengið bókasafnskort og að hafa náð að punga út einni bókaskruddu. Hvað er málið annars? Hefur Reykjavíkurborg haft starfsmannastefnu sem hljóðar svo að allir hundleiðinlegir starfsmenn sem enginn getur unnið með séu „vistaðir“ á bókasöfnum borgarinnar? En ég ætla ekki að gefast upp þó, ég ætla að gefa sambandi okkar annað tækifæri en verð að segja að ef bókasafnsstarfsmenn hafa ekki meira fram að færa í sambandinu þá gæti ég fallið í hendur Þjóðarbókhlöðunni á ný, guð einn veit að ég er ekki að fara að hanga á bókasafni Háskólans á Bifröst eftir að ég flyt í bæinn.

Og að því .. ég er sem sagt að flytja af Bifröst í lok júní og flytja allt mitt dót á einn stað, í íbúðina mína fögru og fínu. Hugsunin ein og sér um að flytja af Bifröst fyllir mig.... GLEÐI OG ÓENDANLEGRI HAMINGJU. Ég vil varla hugsa til þess að flytja því þá vil ég bara flytja strax. Tilhugsun um það að vera að útskrifast er svolítið skrítin því ég veit svo sem ekki hvað er handan við hornið en mig hlakkar til að sjá það.
Talandi um útskrift, við erum að fara í lokapróf á morgun og ég veit ekki um einn lagadeildarnema sem lærði neitt í dag. Í dag er hinn merki dagur sem nota skal til upplestrar EN það er svolítið erfitt þegar það er brjáluð sól og æðislegt veður. Svo að dagurinn fór að mestu í það að flakka milli sólpalla, glenna sig í sólinni og grilla ...
En það er lokapróf á morgun í skaðabótarétti og þegar því lýkur á ég eftir tvo 3 vikna áfanga og er svo out of here...

En þar til næst, kveðja úr sveitasælu Norðurárdals


Þeir VAÐA í vitinu þarna í Bretlandi...

BWAHAHAHAHA

ég er nú búin að sitja og hlægja að þessu endalaust. Þetta er svo fyndið

Það er ekkert fyndið svo sem við þetta mál. Umrætt mál er að mjög mörgu leiti undarlegt. Maðurinn hverfur og kemur skyndilega fram eftir fimm ár og eins og segir í fréttinni að þá hefur lögreglan á Bretlandi ekki náð neinum upplýsingum upp úr manninum um það hvar hann hefði verið síðastliðin ár. Eiginkona hans er í þokkabót horfin sporlaust og enginn veit neitt.

Það sem er svo ógeðslega fyndið við þetta er komment lögreglunnar um þetta mál...

Lögregla segir augljóst að einhversstaðar hafi

maðurinn verið undanfarin fimm ár

- really?!... nei hættu nú alveg .. eru þið viss? var hann einhversstaðar?

Veit Grissom af þessu? það er ljóst að klárustu menn Bretlands eru að vinna að málinu


mbl.is Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finndu fimm villur...

Kínverjar eru nottlega bara hrikalega lélegir í ensku og málið er að það er ekkert farið í felur með það. Hér eru örfá dæmi um slíkt, við höfum séð svo mikið af villum á stöðum þar sem það ætti ekki að vera í boði að hafa stafsetningarvillur. EN þetta er skondið samt, kíkið á myndirnar og athugið hvort þið sjáið villurnar.

Þetta er á aðallestarstöðinni í Nanjing:

DSCF1055

Hér er bréf sem hékk uppi niður í skóla, fínt bréf svo sem, síðasta setningin er ..... já, ruglingsleg

DSCF0213

hér er mynd af heimasíðu þar sem maður pantar mat, hér er matseðill og hér er boðið upp á fjöldann alla af......:

DSC07824

 Já það er rétt... sangwiches..

hér er síðan mynd af vegg sem er niður á Blue frog. Það er fínn staður niður í molli sem við förum oft oft að borða. NEMA hvað að þar eru í boði 100 tegundir af staupum og hver sá sem klárar það fær nafn sitt á þennan wall of fame. Hingað til hefur bara einn afrekað að komast á þennann vegg frægðarinnar. En nú spyr maður sig, er þetta virkilega veggur frægðarinnar eða er þetta bara feik...

DSC07846 

wall of fame eða wall of famer?

Síðan er það trikkið hérna.. þetta er djúpnæringin mín

Hvað sjáið þið?

 DSC07823

Jújú ef þið sáuð það sama og ég þá á að pakka hárinu vandlega í tower en ekki towel..

 China sko... gotta love it


Strákarnir sko!! gera góða hluti!!

Já þeir eru svo sannarlega að standa sig drengirnir, djöfull hlakka ég til að fylgjast með þeim. Ég hef nú fylgst með Hraun í mörg ár og verð að segja að hér er vissulega verið að taka alvarleikann á bak við bandið skerfinu lengra með þessum líka fína árangri! Drengir til lukku!!

Annars er lítið að frétta héðan frá Shanghæ-inu, við erum í óða önn að pakka dóti enda verður það sent á morgun, ef gvuð lofar. Síðan er líka verið að læra fyrir próf, selja hjólin og margt margt annað.

Nú þar sem ég hef ekki mikið að segja ætla ég að deila með ykkur sannleikssögum um Kína.

-Til að mynda var frétt inn á mbl um daginn að þingmaður hér í Kína hefði lent í bobba ef svo má segja. Hann hafði víst verið að "lengja líf sitt" með því að nauðga stelpum á unglingsaldri. Þetta er eitthvað sem almenningur í Kína hefur ekki hugmynd um. Vinkona okkar hér var alveg í rusli þegar hún frétti þetta, hafði aldrei heyrt þetta og málið er bara að það er hreint og klárt öllu haldið frá almenningi.

-Íslenskur maður í Kína var að ferðast um daginn til ónefnds bæjar og sér þá mann úti á götu sem er að selja hvolpa. Það er svo sem ekkert nýtt við það, þau eru hér á öðru hverju götuhorni að selja alls kyns dýr. Nema hvað að þessi maður sér síðan hvolpasalann taka einn hvolpinn upp skera hann á háls og hengja hann hálf lifandi upp og byrja að flá hann.

Einnig hefur það borist okkur til eyrna að hér sé nú ekki flókið að fá sér gleðikonu. Hér er hægt að fá tvær fyrir heilt kvöld á 2600 krónur samanlagt.

Það er því óhætt að segja að allt gerist hérna og meira segja sá ég konu hérna úti á horni hjá mér sem var með apa í bandi. Ég hef nú ekki séð þetta áður en þetta var vissulega áminnig á því hvar maður er nú staddur.

Annars á maður nú eftir að sakna margs héðan. Það verður óneitanlega söknuður í því að fara í búðina fyrir utan hliðið, þau eru svo skratti skemmtileg. Einnig verður fróðlegt að sjá hvort maður fari ekki að prútta bara við alla sem maður sér... "bjór! 650kr!!! nei þakka þér fyrir, ég skal borga þér 300 fyrir þetta glas og ekki krónu meira"

Það er líka allt svo ódýrt hérna. Ég fór út í búð um daginn og keypti 18 kókdósir, wc pappír (sem er reyndar furðu dýr), 2 lítra af jógúrti, ost, snakk og kit kat og 2 sígarettupakka (ekki fyrir mig sko..) = 1000 krónur. Það er minna en bara 2 pakkar af rettum á Íslandi.

en ég læt ykkur vita hvað er að gerast þegar nær dregur Tælandsferðinni.

Ást í poka

 


mbl.is Hraun í úrslit í tónlistarkeppni BBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær vikur í Tæland og Ísland eftir tæpan mánuð!

Lífið í Kína snýst núna aðallega um að klára þessar blessuðu ritgerðir og læra fyrir próf. Í ofanálag er nú verið að reyna að finna hótel og hvað við viljum gera í Tælandi auk þess að vera að æskja tilboða í að senda heim stútfullar ferðatöskur af dóti.

Yndislegt fólk

Hér í götunni okkar sem og á öllum götum í Shanghai myndast alltaf götumarkaður á kvöldin þar sem að fólk leggur teppin sín á götuna og setja upp sölubás. Sumir eru með einhverskonar viðarkassa sem þeir opna og geyma á hjólum sínum. En þetta eru engir viðvarningar í sölumennsku enda eru þau með lítil batteríljós til að sýna „glæsilegan“ varning sinn. Við vorum í kvöldgöngu hér um daginn og ákváðum að versla alveg arfa léleg veski sem þeir reyna að halda fram að séu úr leðri en umrædd veski anga af plastlykt. Þetta eru seðlaveski sem eru seld allsstaðar og eru feik dauðans. Nema hvað við borgum ekki meira en svona 40 fyrir stór og 30 fyrir lítil.

Við tökum til þarna 7 stór veski og ákváðum að ekki skyldi meira borgað en 280 (40 per veski). Sölumaðurinn byrjar í 700 og við hlægjum að honum og segjum 280. Hann tuðar og tuðar en lækkar sig samt alltaf smátt og smátt. Hann endar í 350 og við alveg komnar með nóg segjum sko það er 280 eða ekki! Þá áttu sér stað skrítnir hlutir.

Sölumaður: no no 280?? Ok Ok maby 300
Við: No we will pay 280 or go and buy them in another place!
Við snúum okkur við og hristum hlæjandi hausinn sem partur af leikriti okkar og þá allt í einu kemur sölumaðurinn með síðasta tilboð:
OK OK maby 250? Is that ok?? 250.. ok ok??

Við setjum upp „já allt í lagi þá“ svipinn borgum og löbbuðum í burtu í hláturskasti. Við erum enn ekki vissar um hvað hann hélt að við værum að segja en hann hefur klárlega ruglast eitthvað í enskunni því sögðum svona tuttugu sinnum að við myndum borga 280.

Fögnum nú öll þakkargjörðarhátíðinni

Sko nú hef ég ekki mikið kynnt mér um Þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna en mér skilst að um einhverskonar sérstakan þjóðhátíðardag sé að ræða þar sem haldið er upp á þann dag er pílagrímarnir náðu sáttum við indíánana þegar verið var að leggja undir sig landið.

Ekki nema það að hér í Shanghai er til vefur (Sherpas) sem er eins og justeat.is, það er að segja að þar er listi yfir marga veitingarstaði og maður getur lesið matseðilinn á hverjum stað, hringt svo og pantað og fengið sent heim mat af öllum gerðum. Í gær var svo sem engin undantekning á pöntunaræði okkar frá þessum umrædda vef.

Við ákváðum að prufa nýjan stað í gær, sem við gerum nú svo oft, svo að ég hringi og panta af stað sem flokkast undir grískan veitingarstað og heitir svo skemmtilega King Kebab.

Réttum 10 mínútum síðar er hringt í mig frá Sherpas og mér tilkynnt það að King Kebab gæti ekki afgreitt pöntunina því að það væri lokað. VEGNA ÞAKKAGJÖRÐAR!!

= Grískur veitingarstaður í Kína var lokaður vegna sérhátíðar í Bandaríkjunum!! Eigum við að ræða þetta eitthvað eða?!

En þangað til næst


Kína smásögur

Allt í plati

Annar kennarinn okkar í kínversku er stórkostlegur, hann heitir jú Yellow Nature. Um daginn var hann að spyrja okkur hvenær við ættum afmæli. Við svörum vitaskuld á kínversku og svo þegar allir hafa verið yfirheyrðir átti sér stað eftirfarandi samræður í bekknum.

Yellow Nature: You know when is my birthday?
Bekkur: uuuuu ... no
YN: Today,      today is my birthday!
B: fagnaðarlæti og allir spyrja .. really?
YN: ha ha no... FEIK....!

Afmælisgjöf eða forseti?

Í framhaldi af því sagði hann okkur frá því að hann hefði eitt sinn haldið upp á afmælið sitt og í það hefði komið bandaríkjamaður sem er vinur hans. Á þeim tíma var enskan hans verri, ekki er hún nú neitt sérstaklega góð, maðurinn segir alltaf take a rest þegar það koma frímínútur. En alla veganna vinur hans kemur í afmælið réttir honum afmælisgjöf og þá spurði Gula Náttúran hann voða ánægður með pakkann: AA you want to give me your president? Thank you!

Misgóður skilningur kennara.

Í fyrsta tíma í kínverskri lögfræði var ljóst í hvað stefndi. Þétt setinn bekkur af þjóðverjum, finnum og íslendingum mæta í fyrsta tíma og kona á fertugsaldri labbar inn. Hún setur af stað eitthvað glærusjó og byrjar að lesa beint upp af blaði, orðrétt. Nema hvað hún var þarna með kort af Kína og segir okkur frá því upplesnu af blaði að hún hafi nú farið í skóla sem er staðsettur mitt á milli Peking og Shanghai. Þá spyr einn í bekknum: Liggur ekki Kínamúrinn í gegn um Peking? Kennarinn flettir í gegn um blaðabunkann sinn, bendir síðan á kortið og segir: No no we are in Shanghai, here!

Nokkrum tímum síðar er verið að kenna okkur um stjórnarskrá Kínverska lýðveldisins þegar einn spyr: Er hægt að segja að það sé málfrelsi í Kína? Hún í stresskasti horfir á einn þjóðverjann eins og hann væri gangandi alfræðiorðabók og ætti að vita svarið og eftir smá störu á veslings Max þá segir hún við hann á mjög vélrænan hátt: Þú skrifa spurningu og senda mér email. Ég svara næsta tíma!

Hvernig á maður að geta lært eitthvað af þessu liði, það talar varla stakt orð í ensku!

En best að halda áfram að skrifa ritgerðir, endilega muna að kvitta ;)


Busy busy… heimsókn Thelmu, ferðalög, skemmtigarður, dýragarður og Beyoncé

Síðustu vikur hafa verið ansi strembnar sem kannski skýrir skort á bloggi frá mér. Hins vegar hef ég í huga að bæta ykkur það nú með gríðargóðu og ítarlegu bloggi á því sem hefur verið spennandi í lífi mínu uppá síðkastið.

Nanjing

DSCF1031Hópur af sniðugu fólki ákvað að fara einn laugardagsmorguninn að fara niður á lestarstöð og hoppa upp í næstu lest og sjá hvar við myndum enda og hugsanlega bara gista í eina eða tvær nætur. Við fórum niður á lestarstöð með nesti og nýja skó og keyptum miða til Nanjing þar sem sú lest var að fara eftir 20 mínútur og tók ferðin rétt um 2 tíma. Þegar líða fór á kvöldið var labbað inn á næsta hótel í Nanjing og bókað herbergi. Þetta var svona eins konar bakpoka-helgarferð nema bara að við vorum svo sniðugar að skella okkur bara á næsta 5 stjörnu hótel í dekur og til að komast í bað og haga okkur eins og fátæku námsmennirnir sem við erum, enda kostaði nóttin ekki nema rúmlega tvöþúsund kjall á mann.

DSCF1252Nú Nanjing er fyrsta höfuðborg Alþýðulýðveldisins Kína enda var mikið að skoða þarna. Við sáum forsetahöllina, musteri Konfúcíusar, fórum í risa risa risa stóran garð með fullt af shitti eins og musterum, turnum, grafhýsum og fleira.

Málið er bara að nú höfum við ferðast eitthvað um Kína og það er bara allt eins einhvernvegin. Það eina sem er misjafnt er hversu stórar borgirnar eru og hversu mikla enskukunnáttu er finnanleg á svæðinu. En annars eru flest musteri eins, byggingar sem tilheyrðu keisarafjölskyldunni eru öll eins uppsett og röðun húsa alltaf eins. Til að mynda er að finna ein 40 Konfúcíusarmusteri í Kína.

Dýragarður:

Við fórum í dýragarð hér í Shanghai sem státar sig af því að vera Wild life park. Jú voða spennandi og þegar við komum í garðinn kemur nú í ljós að um er að ræða hálf villtan garð. Það var svona rúta sem rúntar með mann í gegn um svæði þar sem dýrin hlaupa villt en restin af garðinum er bara venjulegur dýragarður. Jæja við þrykkjum myndavélunum um hálsinn og komum okkur fyrir í rútu. Tilbúin að sjá dýrin sem aldrei fyrr og spennan magnast.

Þvílík vonbrigði sem þetta var! byrjaði samt vel því rútan keyrði inn um eitt hlið sem lokaðist og þá vorum við föst milli tveggja hliða eins og í myndinni um Júragarðinn. Við voða spennt keyrum inn á gresjuna. Það er skemmst frá því að segja að rútan keyrði langt yfir leyfilegan hámarkshraða í gegnum svæði sem voru pínkulítil. Það var eitt svæði fyrir gresjudýrin en samt var helmingurinn af þeim dýrum i básum eða bundin niður, mjög villt allt saman. Svo voru svæði fyrir birni, ljón, tígrisdýr. Allt lítil svæði sem var brunað í gegn um svDSCF1642o hratt að það var ekki hnetu sjéns í helvíti að taka mynd af blessuðu dýrunum. Rútan kemur aftur á bílastæði stútfull af svekktum ferðamönnum og kemur ekki í ljós, ferðin tók 20 mínútur til að keyra í gegn um 2/3 af heildarflatarmáli garðsins!

Þetta var nú ekki alveg nógu spennandi verður að segjast. Hins vegar var gaman að skoða restina af garðinum, við fórum á úlfaldabak og það var fíll sem lyfti okkur upp með rananum! Jey!

Skemmtigarður

DSCF1785Við skelltum okkur svo dag einn í skemmtigarð hér í borginni. Sá garður var svona eins og Hveragerði var í minningunni. Fullt af tækjum, en garðurinn var ekki það stór að við komumst hæglega í öll tækin á einum degi. Það var rússibani en voða lítill, ferðin tók ekki nema um 20 sek. En við gátum alveg skemmt okkur þarna í heilan dag og þegar fór að líða á var maginn á mannskapnum alveg kominn með nóg og fólk flandraði um hálf fölt í framan í leit að gosi til að róa magann. Svo að það var bara í það heila fínn garður.

-það var samt eitt skrítið í þessum garði. Fólk gat veitt gullfiska, litla marglita gullfiska. Ekki til að sleppa þeim, heldur til að eiga þá. Þetta var allt fremur sérstakt þar sem að gullfiskar sem eru um 3-5 cm á lengd hafa ekki mikið þol fyrir því að vera veiddir. Fólk þurfti nefnilega að húkka þá með tilheyrandi kippum sem þýddi að þeir 37 fiskar sem Elva veiddi voru að drepast í marga daga á eftir þar til eftir varð einn fiskur. Hann lifir enn blessaður.

BeyoncéDSCF1652

Við skelltum okkur á The Beyoncé experience og það var nú heldur betur stuð. Ekki nóg með að komin var á sviðið glans og glamúr drottning R&B með rödd eins og engill heldur var hún með stórt band sem samanstóð af bara kvenfólki. Hún er svaðalega flott pía það verður bara að segjast. Hún hikaði ekki við það að hlaupa um sviðið á háum hælum syngjandi og dansandi. Þetta var sannarlega upplifun. Ef þið fáið tækifæri á að sjá hana á þessum túr þá mæli ég alveg með því.

Thelma

DSCF1026Það er búin að vera svo mikill gestagangur að það nær engri átt. Hingað hafa komið foreldrar, systkini, vinir og vandamenn sem óneitanlega styttir dvöl okkar hér enn frekar. Thelma vinkona kom hingað í viku og það var stormað um borgina til að ná að gera og skoða sem flest á sem stystum tíma. Auðvitað voru flottu hótelbarirnir teknir með trompi. Og svo er Grétar mágur hans pabba að koma hingað í byrjun desember og stefnan er óneitanlega sett á að taka einn kaffi eða svo.

Daglega lífið

Kínverjar hlaupa ekki bara upp til handa og fóta til að þóknast okkur heldur gott betur. Til aðDSCF1008 mynda hefur það komið í ljós að hárgreiðslu og snyrtistofan sem við förum á í hverri viku réði sérstaklega manneskju inn sem gæti talað ensku við okkur, hún gerir ekkert annað alla daga allan daginn nema að bíða eftir því að við dettum inn í hárþvott eða neglur. Ekki nóg með það heldur var einnig keypt ný kaffivél. Við vorum sem sagt alltaf að koma inn með kaffi frá Starbucks og því fóru þau að efast um gæði þeirrar kaffis. Svo það var ekkert annað í stöðunni en að skvera kaffimálin svo við gætum nú drukkið kaffið þeirra yfir hárþvottinum.

Um daginn kom öryggisvörðurinn hlaupandi á eftir mér með andateppu því að hann vildi alls ekki að ég myndi geyma hjólið mitt fyrir utan húsið. Hjólageymslan er eini rétti staðurinn fyrir hjólin sko, annars gæti þeim hugsanlega, kannski, ef til vill verið stolið. Ekki það hjólageymslan er staðurinn þar sem hlutirnir gerast, við höldum það alla veganna því að þar eru fríir smokkar í tonnavís.

Kuldi

DSCF1543Já ég veit „aumingja við“ í 16-20 stiga hitanum. EN það er svo svakalega kalt og húsin eru ekkert hituð. Málið er bara að hér er svo mikill raki að það skiptir ekki máli þótt það sé 18 stiga hiti, manni líður eins og maður sé í svona 5-7 stiga hita og rennandi blaut í þokkabót. Ég er farin að sofa í fullum klæðnaði og með húfu en er samt í svona klukkutíma að koma hita í mig og litlu tærnar mínar áður en ég næ að sofna.  Eins og kannski sést hér á myndinni er um 18 stiga hiti og Allar erum við í 2-3 peysum með vettlinga í vösum.

En þetta stendur nú allt til bóta þar sem farið er að styttast í för okkar héðan yfir til Tælands.

Lokaorð

Við erum nú að vinna "hörðum" höndum að ritgerðum fyrir skólann. Þetta er nottlega svo svaðalegt metnaðarleysi sem einkennir þennan skóla að það hálfa væri nóg. Það eru engin verkefni og það verður bara próf í kínversku sem þýðir að við eigum að skila ritgerðum í hinum 4 fögunum sem við erum í. Hver ritgerð á að vera um 1000 orð sem er sko ekki upp í kött á nesi. Þetta eru einhverja 3-4 síður og maður nær ekki neinu flugi því þegar maður er búin með inngang og lokaorð þá er voða lítið eftir. Að því ógleymdu að ritgerðarefnin eru svo leiðinleg að það er skelfing. En nú þarf maður að fara að hysja upp um sig og læra kínverskuna af alvöru því það fer að styttast í próf.

Þar til næst ...

 


Skýrsla og nýjar myndir

8. október 2007.

Heil og sæl öll..

Vá það var æði að fá komment, endilega verið dugleg að kvitta, ég er að reyna mitt besta til að halda fólki meðvituðu um stúss okkar hérna í Kína og því gaman að sjá að það nennir einhver að lesa það sem maður er að dunda sér við að skrifa. Meira að segja er blogg mitt svo frægt að íslendingur sem við hittum hér sagði.. heyrðu já ég kannast við þig, ertu ekki með blogg?.. ég sá bloggið þitt um fellibylinn hér um daginn!

Heimþrá.... neee ekki enn

En annars er gott að vera í Kínalandi, ég er orðin svo skotin í Shanghai að það hálfa væri nóg, við erum búnar að vera að ræða það hvað við eigum eftir að sakna Shanghai mikið þegar við förum heim. Í mér er enginn söknuður gagnvart Bifröst, það er alveg ljóst. Það er samt verst að við erum eiginlega í skólanum allan daginn, það pirrar okkur hvað þetta eru langir dagar því málið er að þegar skóli er búinn á daginn kl 16:30 þá er rush hour byrjað og lítið sem maður getur afrekað.

Tíminn flýgur:

Málið er að tíminn flýgur hérna, manni tekst alltaf að eyða heilum degi í eitthvað sem hljómar svo auðvelt. Tökum sem dæmi HM ferð:

förum niður á Huahai (stór verslunargata hér í miðbænum, borið fram húæhæ) = 20 mín í leigara ef við gefum okkur að við fáum strax bíl.

Beint á Starbucks því okkur langar í kaffi = 30 mín að versla, bíða eftir kaffinu og að drekka það.

Þá er farið í HM, á leiðinni frá Starbucks og að HM eru svona 20-30 búðir, stoppað er í 4-5, skoðaðar útsöluvörur eða einhverjum vantar eitthvað sem hann sér = 30 mín.

Ok, komum að HM sem er á 4 hæðum (dömudeildin 2 hæðir), byrjum á efri, veljum föt mátum og kaupum = 1 klukkutími, seinni hæð það sama.

Síðan komum við út og erum svöng... hvað á að éta, hvað er nálægt.. humm ok okkur langar í Burger King en hann er hvergi nálægt. Við finnum bíl strax og förum í Mollið heima = 20 mín í leigubíl GEFIÐ að það sé ekki sturlunarumferð vegna rush hour og að við fáum strax bíl.

Komum á Burger King og borðum, hálftíma seinna erum við komnar út og löbbum heim = 15 mín.

Ferð í HM = 265 mín eða 4 tímar og 25 mín og þetta er ekkert djók og þetta er ferð sérlega farin til að fara í EINA búð.

 Úti að borða: Picture 099

Við fórum út að borða á Radison SAS sem er einna flottasti staðurinn hér í Shanghai eins og þið sjáið á myndinni er þetta eins og geimskip, það er veitingarstaður á 45 hæð sem er miðjan á „geimskipinu“ og maður snýst þar eins og í Perlunni síðan er á 47 hæð, sem er toppurinn á kúlunni, að finna þennan fína bar. Þetta kostar nú líka allt sitt, við fórum öll ellefu saman í tilefni afmælisins hennar Örnu flest allir með steik, kokteil og eða vín = 3940 á mann! Magnað... En þarna fékk ég þá bestu steik sem ég hef borðað síðan ég fékk hreindýr síðast. En þetta er samt einna dýrasti staðurinn í Shanghai!

Fríið sem kom og fór.. en við græddum gesti

Það hefur verið ansi gott að vera í fríi, reyndar vorum við bara búin að vera í skólanum í 2 vikur áður en við fórum í frí en það er nú annað mál. Það nennir enginn að vera í skólanum, dagarnir eru langir og afrakstur kennslunnar er svona vafasamur. Það er í raun ekki verið að kenna okkur neitt sem við ekki kunnum nú þegar – að kínverskunni undantalinni.

Það sem við gerðum í þjóðhátíðarvikufríinu okkar var ekki það sem okkur langaði.. okkur langaði til hitabeltiseyju rétt sunnan af Kína sem heitir Hainan og liggja í sólbaði. Þar sem við vorum sein til voru fáir miðar eftir og þeir voru dýrir svo að við ákváðum að vera bara í Shanghai því það væri hvort eð er nóg að gera hér. – Viti menn, haldið þið ekki að það hafi verið svona svakalegur tropical-stormur á Hainan allt fríið!! Það var öskrandi rigning og hífandi rok!! Við heppin að hanga ekki þar í rugli, segi ekki annað. Við erum að spá í að fara í langa helgi þangað bara seinna og hita upp fyrir Tælands -sólbaðið í desember.

En þar sem við fórum ekkert í fríinu fengum við í staðinn góða gesti til okkar. Hildur og Sibba skólasystur okkar af Bifröst eru hér en þær eru í skiptinámi í Singapúr og einnig er Anna systir hennar Ásu hér í heimsókn. Foreldrar Himma eru einnig að koma hér um næstu helgi svo að það er nóg að gera.

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta

Picture 036

En í fríinu okkar vorum við dugleg, við fórum til að mynda á úrslitaleik í HM kvenna í fótbolta, það hefði nú reyndar verið skömmustulegt að fara ekki, leikvangurinn er nánast í sjónmáli að heiman. En málið er að við fórum miðalausar að kaupa á svörtum markaði fyrir utan leikvöllinn klukkutíma fyrir leik.

Picture 018Það vildi ekki betur til en að við vorum svo verndaðar að það hálfa hefði verið nóg. Það elti okkur öryggisvörður og lét lögguna handtaka alla gaurana sem voru að reyna að selja okkur miða!!! Við í það minnsta höfum gert okkar skerf í því að koma upp um svartamarkaðsbrask! En þetta tókst á endanum eftir að við gerðum pásu á tilraunum okkar til miðakaupa. Við enduðum með fína miða og borguðum um 1200 kjall fyrir hvern miða. Þjóðverjarnir stóðu sig eins og hetjur í úrslitaleik keppninnar og rúlluðu yfir Brasilíu 2-0.

Forseti íslenska lýðveldisins

Við skelltum okkur til að hitta Óla og Dorrit í sérstökum hátíðarkvöldverði í tilefni af þátttöku 32 íslendinga í Special olympics leikunum. Óli og frú voru hress og kát og við fengum hópmynd af okkur með þeim:

DSC00901

Þetta var rosalega flottur kvöldverður sem að einna ríkasti gaurinn í Kína skipulagði og kostaði, hann á geðveikt mikið af peningum og fyrirtækjum. Þetta var rosa mál þessi kvöldverður. Þegar við komum var rauður dregill og móttökunefnd og á rauða dreglinum hittum við Hafliða sem er að vinna hjá Glitni og sá um að bjóða í veisluna. Meðan hann var að sýna okkur hvar við gætum setið, hvaða borð væru fyrir Íslendinga búsetta í Shanghai voru teknar af okkur fullt af myndum og síðan vorum fullt af sjónvarpsvélum að taka þetta allt saman upp!

Það voru 4 þjónar fyrir okkar borð sem tók 12 manns.. það var 14 rétta matseðill! Þetta var yndislegt kvöld og mikið af góðum þjóðlegum skemmtiatriðum. Ég hitti líka fullt af fólki sem ég þekkti, til að mynda nöfnu mína Bjartmars en hún býr núna rétt hjá Shanghai og er að læra kínversku. Við ætlum að hendast eina helgina til hennar og skoða okkur um.

Sund

Við fórum á keppni í sundi og sáum krakkana á Ólympíuleikunum, vorum að hvetja og öskra. Picture 076Þetta var mjög gaman, geta sumra keppenda er miklu minni heldur en vilji þeirra til að klára sundin. Við sáum nokkra sem voru við það að drukkna en létu það ekki stoppa sig, syntu og syntu enda var vel klappað í höllinni þegar þau loksins komust í bakkann. Þessir leikar eru sniðugir, fyrst eru undanrásir og þá eru þau flokkuð í 18-20 getuflokka. Hver getuflokkur hefur þetta 2-7 keppendur. Síðan keppir getuflokkurinn í úrslitum og innan flokksins eru veitt gull, silfur og brons verðlaun en þeir sem verða í 4-7 sæti fá líka verðlaunaborða. Við sáum fullt af krökkum sem voru hlaðin af verðlaunum og þar á meðal okkar fólk. Enda er markmið leikanna ekki að sigra eða vera bestur, heldur að allir taki þátt og hafi gaman af!

Formúla 1, Hamilton klúðraði þessu!

Við skelltum okkur á Formúlu 1, næstsíðasta keppni þessa árs. Þarna sátum við í roki, rigningu ogPicture öskrandi hávaða bílanna og fylgdumst með. Allar sátum við spenntar og tilbúnar að fagna með Hamilton er hann myndi setja fullt af metum með sigri sínum. Nei hvað gerir aulinn ekki! Keyrir útaf á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið! Hvað er málið með það! Í miðri keppni þá þurfti að grípa til þeirra ráða að halda með Ferrari og Finna!! Þetta var eitthvað sem við vorum ekki ánægðar með, við ætluðum að vera þarna á sögulegri stund sem skyndilega varð bara að ósköp venjulegri keppni! En ok, við sættum okkur við Finna, þetta var flottur sigur svo sem og spennandi keppni, fullt af útafakstri og veseni. Í það heila fín keppni. Við sátum við svakalega beygju og vorum ekki nema um 40-50 metrum frá brautinni sjálfri. Þetta var mjög gaman og ég myndi alveg fara aftur.

Bitin mín

DSC07662Bitin eru sem betur fer á batavegi en við óttumst að þetta séu maurabit sem við fáum þá í skólanum. Málið er að í skólabyggingunni er allt morandi í maurum og nú þegar við höfum verið í fríi í heila viku hef ég ekki fengið neitt svona stórt blöðrubit. En ég er með nóg af ofnæmistöflum (Dagur: þú ert sætasti læknirinn í öllu Borgarnesi, takk takk takk fyrir alla lyfseðlana) svo að ég ætti að lifa þetta af.

Maður má ekki sleppa orðinu þá er komin keppni: Jú ég minntist á það að mín bit væru jafnslæm og þau sem mamma fékk á Kúbu. Mömmu fannst þessi keppni eitthvað spennandi og lét því rífa úr sér botnlangann um helgina. Ég myndi spila út aðgerðinni á hægri ökkla mínum þegar ég var unglingur en hún mátar það með ökklabrotinu sínu hér um árið. Ég fór líka í aðgerð á nefi fyrir nokkrum árum, en hún er búin að eiga 3 börn! Þetta er töpuð keppni! Ég gefst því upp og bið móður mína um að halda sig á mottunni í sjúkrahúsmálum.

Hjólin sem aldrei hætta að vera æðisleg

DSC07679Við erum alltaf jafn skotin í hjólunum okkar. Við notum þau talsvert til að rúnta hér um hverfið og sinna okkar erindum. Ég held að þessi kaup séu að verða búin að borga sig upp í tímasparnaði og leigubílakostnaði. Við förum stundum á kvöldin og rúntum um þegar það er lítil umferð og þægilegt að komast á fínan hraða án mikils stress. Þetta er fákurinn minn...:

En eitt...

Ég er í þvílíkum vandræðum með að komast inn á Bifrastarpóstinn minn.. ég er með tölvupóst hjá gmail sem hægt er að ná af mér, annars er ég alltaf með kveikt á tölvunni svo að ég sé ef þið eruð að tala við mig á MSN. Ég er með síma hér og númerið er: 0086-136-366-10947

  

Tilkynningarskyldan tilkynnir tilkynningu

25. september 2007

Fellibylurinn sem fauk í burtu á ógnarhraða:

Við erum nú farin að halda að öllum sögum um þennan „meinta“ fellibyl hafi verið ofsögum sagðar. Í það minnsta urðum við ekki mikið vör við hann, það var jú einstaka vindkviða (eins og golan heima) og rigndi slatta en annars sluppum við greinilega alveg. En það var svo sem ekki neitt til að hafa stórar áhyggjur af, sendiherrann okkar hérna var með staffið sitt á netinu allan daginn til að lesa kínversku fréttasíðurnar á netinu og komast að því hvernig staðan væri og lét okkur svo vita þegar „allt“ var afstaðið.

Ég berst á fáki fráum ... :

Nú hefur mestur hluti hópsins keypt sér hjól, rafmagnshjól og þau eru ÆÐI og þau flottustu og dýrustu kosta glæný ekki nema 1900 yuan (16. Þúsund kjall). Þetta er eins og vespa bara og svo skellir maður því í hleðslu í hjólageymslunni á nóttunni eins og ekkert sé, maður getur líka hjólað á því , það er bara ekki eins gaman. Við erum svo feitt að fara að athuga með að flytja hjólin heim með okkur, við erum að rúlla hér í umferðinni ýtandi og blótandi sem og að troða okkur eins og við séum innfædd, keyrum yfir á stórum gatnamótum með umferð eins og ekkert sé! Þetta er án efa besta dótið sem ég hef keypt hér í Kína. Manni líður eins og maður sé 17 ára, nýkomin með bílprófið og frelsistilfinningin er yfirgnæfandi... ég get farið hvert sem mér sýnist, þegar mér sýnist það! EN hins vegar eru Kínverjar ekkert að stressa sig á hlutum eins og hjálmum, hér er hvergi hægt að kaupa hjálma en við ætlum að leita hátt og lágt svo að við getum betur tryggt okkar öryggi. Ég held að íslendingar ættu að hugleiða að flytja inn svona gaura og selja á lágu verði.. við höfum nóg af rafmagni og þetta stuðlar að minni umferðarmengun.!

Mín á spítala:

Ég er nú búin að fara á spítalann einu sinni og þarf að fara aftur! Fínasti spítali, þetta eru svona svipaðar aðstæður eins á læknastofunni sem við mútta fórum á þegar við fengum sprautu í rassinn á Kúbu. Málið er sem sagt að það er verið að éta mig lifandi hérna, það eru svona 1-5 ný flugna / skordýra / „gvuð má vita eftir hvað“ bit á hverjum degi. En um daginn fékk ég 3 massív bit, eins og mamma fékk eimmitt á Kúbu, risastór bit með blöðrum, stórum blöðrum. Auk þess var ég svo svakalega rauð og viðkvæm í kring um þau að ég hef sjaldan vitað annað eins, eitt var stórt (um 4 sm í þvermál og ég var rauð og þrútin á öllum kálfanum) og 2 lítil (ef lítið má kalla, minna kannski frekar réttara orð yfir það). Ég fór til skólahjúkkunnar en það er svona einskonar míní spítali á kampus og þar hitti ég fyrir 2 hjúkkur og einn lækni. Eftirfarandi gerðist: ég segi: Jú spík english?? English?? ...Þau horfa á mig og skilja ekki neitt....Ég lyfti upp sokkabuxunum sýni stóra bitið og þau segja öll í kór: OHHHH.. NÓó NÓó NÓó ... JÚ GÓ TÚ HOSPITAL .. og fara að benda mér leiðina að spítalanum. Ég hugsa með mér .. já frábært, það verður tekin af mér löppin hérna og ekki orð um það meir!! Ég kem hálffætt heim eins og bavíani.

Ég hætti mér ein á spítalann, labba inn í snyrtilega móttöku þar sem 3 afgreiðsludömur voru, ég sýndi þeim bitið og þær sögðu mér hvert ég ætti að fara og við hvern ég átti að tala.. ég að sjálfsögðu skildi ekki orð af því enda tala ég ekki kínversku. Þegar þær gerðu sér grein fyrir því að ég skildi ekki neitt var ein af þeim svo elskulega að fylgja mér á 3 hæð og inn á skrifstofu hjá frekar ungum lækni, konu og allt, hún talaði smá ensku og svo var þarna með okkur hjúkka sem var með orðabóka í símanum sínum og hún var alltaf að fletta upp fyrir okkur og reyna að fá skilning í málið. Þetta gekk svona glimrandi vel, læknirinn minn var svo elskuleg að labba með mig um allan spítala, fyrst til að borga, svo til að taka blóð, svo til að skoða blóðprufu, svo niður í apótek og sýna mér hvað ég ætti að gera.

Niðurstaðan er sú að: hún tók blóðprufu til að reyna að komast að því hvað hefði bitið mig, það bar ekki árangur en hinsvegar mældist ekki í mér malaría J og ég þarf að koma aftur á föstudaginn (viku seinna) og fara aftur í blóðprufu, bara til að vera viss. Ég fékk hjá henni Calimine lotin sem er eins og mamma dundaði sér við að setja á okkur systur þegar við vorum með hlaupabóluna og einnig var ég sett á ofnæmislyf. Þetta var nett spennó, ég fékk líka spítalakort svo að þegar ég kem næst inn sýni ég það og þá eru þau með sjúkraskýrsluna mína. Læknirinn minn lét mig fá nafnspjaldið sitt og bað mig að hringja ef eitthvað væri! Yndislegt.. það er úr mér öll hræðsla við spítalann.. þau eru alveg jafn yndisleg þar eins og á flestum stöðum hér í Kína!

Loreal og ég:

Ég skellti mér á hárgreiðslustofu, frekar fína stofu sem er í einskonar molli hérna rétt hjá okkur. Þar kostar hárlitun með Loreal 380 yuan, sem er frekar dýrt eða um ca 3300 kjall. Ég sest niður og þau eyða um klukkutíma í að skoða á mér hárið, rótina, litinn í hárinu og permanettið. Jæja ok, svo taka þau til við að lita á mér hárið dökkrautt. Byrja á endunum! Ég spurði.. hvað með rótina, hún er miklu ljósari!! Þau hlægja að mér og segja: við setjum það í síðast sko.. wait´a  a a 5 minútes ok?  Já já ok. Svo kemur gaurinn með nýja og ljósari blöndu til að setja í rótina.... minni líst nú ekkert á blikuna og ég fer að reyna að tala við þau en þau eru enn bara að hlægja að stressaða útlendingnum. Hárið á mér er skolað og viti menn ÉG ER MEÐ SKÆR APPELSÍNUGULA RÓT!! Jújú takk fyrir takk takk.. á þessu stigi málsins er búið að loka stofunni og allir sitja og bíða eftir því að ég fari, ég orðinn drullu pirruð og þreytt. Ég ákvað að taka strax dramakast og vera bara leiðinleg.. sem ég og geri.... NOT THE SAME!! NOT THE SAME!! Bendi á rótina og restina af hárinu þar sem ég er nú tvílit! Svör. Ó... uu.. wait´a 5 minutes ok? We ´a fixa? Ok? Þá sagði mín bara NEI ég kem aftur á morgun, borgaði helminginn strunsaði út. Hálfvitar.. Fór aftur áðan og viti menn... rótin á mér var lituð 4 sinnum!!!! ÞETTA TÓK GÓÐA 6 TÍMA SAMANLAGT AÐ LITA Á MÉR HÁRIÐ!! Næst lita ég hvert hár fyrir sig með augnabrúnalit og verð sam sneggri!!

Myndatakan við Kínamúrinn:

Við erum að lenda í því hér og þar að fólk vill fá myndir af sér með okkur, við höfum öll lent í þessu. Himmi er nú stærstu mönnunum hérna og lendir því oftar en aðrir í þessu til dæmis þegar við vorum í Sumarhöllinni í Peking og við flest öll lentum í þessu á Kínamúrnum. Við Arna vorum eitthvað að njóta útsýnisins og spjalla um fegurð lífsins og umhverfisins þegar það er bankað í mig og viti menn þar var heill hópur af kínverskum túrhestum sem vildi endilega fá myndir af sér með okkur. Hópmyndir voru ekki í boði, þeir vildu hver og einn fá mynd af sér með mér og ég, selebið sem ég er, samþykkti það. Arna nennti þessu ekki en ég setti mig í pósugírinn.. enda í æfingu eftir miklar myndatökur fyrir kosningar. Það eiga því um 15 manns sem eiga mynd af mér við Kínamúrinn. Við vitum samt ekki hvers vegna þau vilja taka myndir af okkur, Himma kannski af því hann er svo stór, svipað með mig kannski. Kannski halda þau að við séum geðveikt fræg og þau viti bara ekki af því, það er sagan sem við ætlum að halda okkur við!

Skólinn okkar og aðrir skiptinemar:

Vá hvað það er leiðinlegt í skólanum, stundum er það fínt en stundum mjög leiðinlegt. Við erum þriðjudag til föstudag frá 8:00-11:40 og alla daga nema föstudaga erum við eftir hádegi líka frá 13:30-16:30. Kennararnir tala svona lala ensku, þau tala hana kannski fínt en svo skilja þau okkur ekki ef við ætlum að spyrja eitthvað. Við erum 11 íslendingarnir í bekknum og 5 þjóðverjar sem eru svona líka skemmtileg og fín. Við hlægjum mikið að misskilningi kennara okkar til að stytta okkur stundir. Við erum með 2 kennara í kínversku, hún lítur út eins og Stitch úr teiknimyndinni Liló og Stitch og hinn heitir Yellow nature. Þetta er skondið fólk. Við erum búin að fara í eina ferð með skólanum. Þá fórum við í Shanghai museum sem var ekki svo stórt og ekki gaman að skoða þegar maður er ekki með farastjóra til að segja sögu hlutanna og notagildi þeirra. Eftir það var keyrt niður að gamla bæ og okkur sagt að við hefðum 3 tíma til að versla og éta... við vorum frekar svekkt með þá hugmynd þar sem við gerum EKKERT annað en að versla og éta! En ok svo var farið í smá siglingu um ánna Huanpu sem rennur hér svört af mengun í gegn um borgina.

Kínverjar eru alltaf að sprengja kínverja!

Já það er rétt því ef einhver er að flytja í nýja íbúð þá ber að sprengja í það minnsta eitt gott Kínverjabelti og helst nokkrar bombur til að fæla burtu óæskilega anda og þar sem við búum jú bara þar sem eru risastórar blokkir þá eru alltaf einhverjir að flytja. Það er nánast daglegur við burður að heyra varla mælt mál vegna hávaða við að koma öndunum eitthvað annað!

Það sem er framundan hjá mér og okkur er eftirfarandi...Special Olympics í vændum:

Við erum búin að setja okkur í samband við ÍSÍ sem gaf okkur samband við fararstjóra hópsins og fengum við upplýsingar um keppendur á Special Olympics og nú vantar okkur loka dagskrá leikanna sem er væntanleg á næstu dögum sem og við eigum eftir að grafa upp hvar við getum fundið og keypt miða á viðburðinn.  En það er óhætt að segja að það sé spenna í okkur!

Formúla 1:

Verður haldin hér í Shanghai á sunnudaginn eftir rúma viku eða þann 7. Október næstkomandi. Ef þið fylgist vel með henni gætuð þið séð okkur þarna í stúkunni einhversstaðar. Við erum ekki búin að kaupa miða en það er verið að skoða þetta allt saman. Gæti endað í því að vera í stúku K sem er við eina beygju því að miðarnir eru fokk dýrir! Ég hef nú ekki fylgst með múlunni í 2-3 ár en ég var nú dyggur þynnku-formúluaðdáandi hér áður fyrr, það verður því alveg upplifelse að fara á múluna og horfa á þá þjóta framhjá. En nánar um það síðar.

Óli grís:

Ólafur Ragnar Grímsson er á leiðinni, verður hér í næstu viku og ég ætla að fara og kasta kveðju á kallinn.

ATH

Þeir sem eru að lesa bloggið mitt mega endilega setja inn komment eða kveðjur þar sem ég veit ekkert hverjir eru að lesa það og hverjir ekki. Til að auðvelda mér vinnuna við að komast að því hverjir ekki nenna að lesa um ævintýri mín í Kína endilega sendið mér kveðju. Hina ætla ég í fílu út í... ;)

ps. ég hendi inn myndum við tækifæri

love Níns


OKKAR FÓLK, við mætum !

Við hér í Shanghæ-inu ætlum sko að skella okkur á leikana og hveta okkar fólk eins og mófóar. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður kemst á Olympíuleika, hvað þá  þegar svona margir Íslendingar eru að keppa. Auk þess er vert að benda á að hetjurnar sem keppa á Ólympíuleikum fyrir sérstakt fólk eru miklu duglegri við að hala inn verðlaunum heldur en þeir sem eru að fara að keppa í Peking eftir ár! Við erum eiginlega að græða, við gætum verið að horfa á þau taka við verðlaunum og alles...!

Hér í borginni eru auglýsingarskilti út um allt fyrir leikana en við vitum svo sem ekki hvort að Shanghai búar séu mikið að deyja úr spenningi en við erum það!!

Ok, ef einhver þarna úti getur gefið okkur upplýsingar um hvar og hvernær okkar fólk er að keppa og hvar maður getur keypt miða væri það ÆÐISLEGT!!

við Bifrestingarnir erum orðin mega spennt og hlökkum til að standa í stúku og hvetja okkar fólk til sigurs.

ÁFRAM ÍSLAND!!

fani_island


mbl.is 32 Íslendingar keppa á Special Olympics í Shanghai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband