Guð skapaði heiminn, svona er þetta bara

Góðan daginn góðir hálskirtlar

Ég sit núna heima hjá Nínu með sting í maganum og horfi á ferðatöskuna og tek svona panik-köst  yfir því að  ég finni ekki passann.. jú hann er þarna, svo finn ég ekki flugáætlunina og fer að leita og leita.. hún er á sínum stað. Ég er sem sagt að eyða tímanum í það að hafa áhyggjur af því sem ég þarf ekki að hafa áhyggjur af.

Það er búið að vera mikið stuð hér í Kóngsins Köben.  Við fórum aðeins að versla og var afraksturinn 2 kjólar, 2 bolir og 1 par af skóm (sem eru ÆÐI btw), ný klipping og permanett. Á síðasta laugardag var götuhátíð hér í götunni hennar Nínu og mikið um dýrðir, götumarkaður, hoppukastalar, ponyhestar og ég veit ekki hvað. Það var líka Gay Pride og því svakalega mikið af fólki að djamma og fórum við í hommsu-náttfatapartý hjá Róberti á föstudaginn og svo var partý hér hjá Nínu á laugardag og sannarlega kíkt út á pöbbana.

Annars hefur þetta verið rólegt, ég hitti Egill og hann var mjög hress, hann er að koma heim um jólin í heimsókn og er búinn að panta að fá að vera með í áramótapartýi. Ég hitti líka Beggu vinkonu, Unnur mamma hennar bauð mér í mat í gær. Við vorum allar 3 að vinna saman í Byggt og Búið á sínum tíma og því var mikið hlegið og rifjað upp gamlar góðar minningar.

Breki hefur verið hress eins og vanalega, hann tók smá kast hér í gær og vildi ekki fara að sofa svo að móðir hans var eitthvað að ræða við hann og segir sem svo: af hverju læturðu svona? ..
.. Svarið var á þá leið: mamma ég veit það ekkert, Guð skapaði heiminn og svona er þetta bara, ég stjórna þessu ekki...

-óborganlegur-

Annars var ég næstum hlaupin niður á strikinu í gær, þar voru 3 fangar að hlaupa undan laganna vörðum, allir keðjaðir saman og stefndu beint á mig.. ég rétt náði að forða mér.. ég veit ekki hvað fangar hefðu átt að vera að gera á strikinu en líkum hefur verið leitt að því að þetta hafi verið einhverskonar götuleikhús eða eitthvað. En þegar þeir allir 3 keðjaðir saman stefndu á mig, þá stökk ég í burtu enda ekki líkleg til að taka sjénsinn á því að þetta væri kannski alvöru eða ekki.

En á morgun fer ég út á Kastup og tek síðan eftirfarandi millilendingar: Köben-London-Hong Kong-Shanghai. Áætluð lending er í Shanghai á fimmtudag kl 20 að staðartíma, þá er klukkan hádegi heima á Íslandi og ég ætla að reyna að henda inn færslu hér til að láta ykkur vita að ég sé komin og allt sé í gúddí, ef ég kemst einhversstaðar á netið það er að segja.

En ég kveð að sinni... vona að þið hafið það gott ;)


Ps. Nokkrar myndir komnar í safnið, bæði frá drykk á Oliver áður en ég fór og líka frá Köben.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Elsku vinkona, góða skemmtun þarna úti. Undir venjulegum kringumstæðum myndi ég segja farðu varlega og bla bla.... en vel vaxnar konur frá Íslandi þurfa ekki að hafa áhyggjur þarna úti, í versta falli stígum við á kínverjana.. þegar ég segi við þá meina ég allir aðrir en ég því ég er lítil, Takk!

Ég fylgist vel með svo endilega vertu dugleg að setja inn færslur og myndir. Svo að sjálfsögðu sendirðu mér skype fangið þitt...

Ástar og saknaðarkveðja.

p.s. lofa að reyna að sjá um systur þína hana Halldóru, alla vega bjóða henni upp á eitt stykki bjór eða svo....

Later mín kæra!

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 29.8.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband