Tilkynningarskyldan tilkynnir:

Ní há (góðan daginn)

Við erum komin heilu og höldnu til Shanghai. Flugin gengu öll svona líka svakalega vel og hvergi vesen, í fluginu frá London til Hong Kong (12 tímar) þá var bara setið í 1/3 sætanna svo að ég náði mér í 4 sæta röð og svaf meira eða minna alla leiðina. Ég var samt svolítið huguð i Hong Kong, þá kom í ljós að mín var bara með 2 kveikjara, það gekk að sjálfsögðu ekki og þurfi ég að velja á milli hvorn ég vildi eiga. Svo vorum við sótt út á flugvöll af 2 gaurum sem skólinn sendi, fínir strákar sem fóru með okkur á hótelið og svona. Hótelið sem við erum á er bara svona svakalega fínt, það er bara 2 stjörnu en það er allt nýtt hérna og mjög flott.

Við erum sem sagt búin að vera rúma tvo sólarhringa í Shanghai og það sem við höfum náð að gera er að finna skólann, kaupa okkur símakort, hluti af hópnum er búinn að finna sér íbúð, við hin erum að bíða mánudags því það er svo lítið úrval núna af þessum íbúðum sem við höfum áhuga á. Í íbúðarleitar-leiðangri fórum við einnig á lítinn matarmarkað á götuhorni einu og þar var margt að finna, hægt var að kaupa flest sjávarfang lifandi t.d. margar tegundir froska, skjaldbökur, fiska, rækjur og margt fleira. Þetta var nú ekki kannski smart og snyrtilegur markaður en engu að síður mjög gaman að skoða hann.

Við fórum í gær út að borða á mjög fínum veitingastað við ánna þarf sem var útsýni yfir mestu ljósa-show-skýjakljúfana og Perluturninn til að mynda. Þar keyptum við okkur rauðvín, eðalsteikur og eftirrétt fyrir ca. 4000 á manninn sem er ekkert ódýrt hér í Kína, enda líka var mega flottur matur og mjög góður og klósettin þar voru með handsápu og handáburði til að nota eftir sápunni! Það telst alvöru hér á bæ! Þetta var klárlega snobbstaður enda nánast bara kanar þarna. Svo fórum við á japanskan bar sem var líka snobb, en mega flottur. Þegar við komum inn var risastórt fiskabúr með 3 hákörlum í og inni á barnum var bara heill veggur sem var fiskabúr. Enduðum svo á snobb klúbb þar sem svona ¼ fólksins inni voru starfsmenn sem þurrkuðu af borðum, sópuðu og tóku tóm glös af borðunum. Þar var barþjónn sem hefur greinilega horft einum of oft á Kokteil, myndina með Tom Cruiz. Hann var æði, kveikti í barborðinu og henti flöskunum upp í loftið eins og ég veit ekki hvað, það var æðisleg tónlist og barþjónninn hélt alveg uppi stuðinu fyrir allan peninginn, þangað verður farið aftur! en málið er með þessa snobbstaði sem við fórum á að við vorum að fá kokteilana á um 650-800 kjall, sem er bara ekkert ódýrt, en þetta eru líka mega flottir staðir.

Í dag fórum við síðan í raftækjamollið, það er eitt af mörgum mollum við Hong Kong plaza og gvuð minn geðveikin. Þetta voru bara endalaust af básum, flestir með það sama og svo labbaði maður bara á milli og spurði hvað hlutirnir kostuðu og það var misjafn, gat munað helling á verði á sömu vöru bara milli bása. En ef maður sýndi áhuga þá var nú líka bara vasareiknirinn kominn í hendurnar á manni og þeir báðu um móttilboð! Ég verslaði nú ekki neitt, enda liggur ekkert á, en það er gott að skoða þetta og vita hvernig eigi að fá þessa sölumenn til að lækka prísinn niður í núll og nix, múahahaha. Svo er bara afslöppun í kvöld.

Þessir fyrstu dagar hafa verið æði samt. Þetta er stórborg, STÓR-borg og það er vond lykt, mengun og mikið subbulegt, en mikið sem er smart og flott, skýjakljúfar út um allt sem eru flottir og með þvílíkum ljósa-showum á kvöldin. En það eru flestir hjálpsamir og mikið að gera hér og skoða. Það er að sjálfsögðu hér og þar betlarar sem eru ágengir en við höfum bara hunsað þá. Hér er fólkið greinilega að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana sem eru eftir nákvæmlega ár. Mörgum stöðum sem við förum á er mikill metnaður að hafa allt í tipp topp fyrir túristana, sem okkur líkar vel við, sem og metnaður þeirra til að reyna að tala ensku þótt að flestir séu nánast alveg ósjálfbjarga á tungumálinu. Við reynum að koma til móts við þau með alls konar leikrænum tilburðum og gengur það svona stundum, já svona stundum.

Ég fór í búð í gær til að kaupa mér : shampó, hárnæringu og hársprey. Ég reyndi að eiga samskipti við konu sem var að vinna þar og var að spyrja hvort að túban sem ég hélt á í hendinni og á stóð: Intense moister, væri hárnæring, hún hélt það nú! En ég keypti nú til vara aðra túbu sem var annaðhvort krem eða hárnæring, svona 50/50 líkur. Fann síðan hárlakk og allt klárt. Kem á hótelið í gærkveldi, fer í sturtu og kemst að því að jú shampóið var shampó (enda stóð það á brúsanum) og síðan var bara að komast að því hvort mér hefði tekst að kaupa hárnæringu. Þegar ég fór að nota það sem mér var selt sem hárnæring kom fljótt í ljós að um var að ræða krem, en sem betur fer sá ég það áður en það fór í hárið, nú og það sem hefði getað verið krem eða hárnæring var svo heppilega hárnæring. ÆÐI
Vakna í morgun, bleyti á mér hárið og tek til við hárlakkið fína, byrja að sprauta og laga hárið til, en það harðnaði ekkert, ég fór að finna að hendurnar á mér voru allar eins og í olíu hreinlega. Þótti minni þetta heldur skrítið og þeim sem fylgdust með viðburðinum. Við vorum nokkur hérna og enginn vissi eiginlega hvað væri í gangi! Ég tók mig til og fór að reyna að finna eitthvað á ensku á brúsanum sem loksins tókst .... og viti menn... þetta er hárnæring með glans!! Svona líka helvíti fínt .. stelpurnar eru búnar að dáðst að hárinu á mér í allan dag og ætla beint að kaupa sér svona á morgun!

Hér er svona 30 stiga hiti og svakalega rakt, það er eins og það sé alltaf bara rigning það er svo rakt, við höfum ekki séð til sólar, en í gær fannst okkur hún vera að reyna að troða sér í gegn um mengunina, við svona sáum smá skugga af okkur. Annars er ég að vinna keppnina!! jebb jebb jebb, það held ég nú.. komin með 4 flugnabit og ég er enn bara ein í keppninni! Vafasöm keppni kannski, en fyrst að ég er með flest bitin og þau einu þá gerði ég þetta bara að keppni og ég er að vinna!

Ævintýri á hverjum degi!!

hilsen

ps. var að setja inn myndir, en þær koma ekki í réttri röð, ohh well

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Mögnuð ferðasaga.. ótrúlegt að hafa hákarl í fiskabúri, þætti gaman að sjá eitthvað slíkt frumlegt á Íslandi. Ábyggilega margt furðulegt sem þú átt eftir að sjá þarna, svo vertu dugleg að taka myndir fyrir mig...

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 1.9.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Jónína Brynjólfsdóttir

hehe já hákarlarnir voru mega svalir hákarlarnir, ég er að skoða markaðinn og athuga með betri myndavél svo ég nenni að taka myndir, er að gefast upp á minni, hún er alltaf að taka myndir úr fókus..

En hér verður ævintýri á hverjum degi, það er mottóið okkar ;)

Jónína Brynjólfsdóttir, 1.9.2007 kl. 18:41

3 identicon

Hæ esskan :) AWESOME myndir alveg. Æði að lesa ferðasögunar ykkar...mér finnst sko allt ódýrt hérna í Búdapest en vá, allt virðist nánast vera frítt hjá ykkur hehe ;)

Steinunn (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 00:08

4 identicon

Keep the pictures comming, það er meiriháttar að upplifa þetta aftur, fór oft á Bund-ið að djamma. Verðið að upplifa kampavínsstríð við barþjóninn :)

 Zai jian

Jón Halldór (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 11:25

5 identicon

Hæ pæ...

Gott ad heyra ad allt gekk vel. Lidid bidur kærlega ad heilsa. Skrifa svo á tig reglulega....

Hils

Nínan (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 17:45

6 identicon

ÖFUND...takk fyrir að vera fyrirmynd mín í að LIFA LÍFINU....(allt sem er skrifað með stórum stöfum er ÖSKRAÐ) Knús sæta. Begga

Begga (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 21:34

7 identicon

Hæ hæ

Bara smá kveðja til ykkar þarna í útlöndunum. Hér á Bifröst er verið að byrja, hin yndislega leiðtogavika á fullu. Hér er rigning og kalt svo njótiði hitans.

kveðja

Hafdís Harðar (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 07:11

8 identicon

Ní há skvís,

snilldarsögur! Æðislegt að upplifa ferðina aftur :-) - get svo líka stolið myndum af öllu... sem ég "gleymdi" að taka myndir af :-p

Annars er næstum fáránlegt hvað þetta gengur smurt hjá ykkur svona fyrstu dagana, hvað er þetta bara haha. Ekki búið að hösla ykkur einu sinni :-o, snillingar!

Varðandi prúttið þá er þetta lífsnauðsynlegt: "Tæ gve-la!" (þýðir "allt of dýrt" og ég skrifa það bara eins og það er sagt). Þetta er best að segja í alveg ægilega ákveðnum vanþóknunar- og/eða vantrúartón (Ingvar gargaði þetta víst oftast og það gekk mjög vel líka. En ég er auðvitað ekki að stinga uppá því hehe). Allavega, ef þú ert á fatamarkaðnum þá lækkarðu síðan uppsett verð um 85 - 90% og borgar ekki einu rmb meira.

EvAn (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:19

9 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Æðislegt að heyra að þetta gangi vel hjá ykkur þarna úti. Sjálfum langar mig að kíkja til þarna út einhvern tímann. Gangi þér sem best þarna út iog ekki hætta að láta okkur vita hvernig gengur. 

Kveðja 

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 7.9.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband