15.9.2007 | 16:53
Ferðasaga, taka eitt, fyrstu vikurnar í Kína!
Jæja, hvar á ég að byrja..
Hópurinn okkar samanstendur af 11 manns frá Bifröst, það erum sem sagt við missó svkísur, ég, Arna og Elva sem búum saman, Addó, Andri og Himmi búa saman, Ari, Ása og Berglind eru saman og Atli og Palli eru að leita sér að íbúð. Við erum hin öll bara í 3-4 mín fjarlægð frá hvort öðru. Af 11 manns er ég næstsíðust í stafrófinu.. þetta er magnað... þau eru 5 sem heita nöfnum sem byrja á A og þrjú af hópnum eru rauðhærð! Hehe enda magnaður hópur!
En við hópinn hefur eiginlega bæst ein kínversk sem var leigumiðlarinn okkar, talar fína ensku og fór með okkur til Peking. Hún heitir Amanda og er 21 árs, við erum að kenna henni ensku og hún er að kenna okkur kínverska menningu og kínversku, skemmst frá því að segja að henni gengur miklu betur að læra enskuna heldur en okkur að læra kínverskuna. En hún er yndisleg og þið sjáið hana væntanlega á mörgum myndum. Hún hafði aldrei komið út fyrir Shanghai svo að Peking ferðalagið var alveg jafn mikið ævintýri fyrir hana eins og fyrir okkur.
Við stöllur fluttum inn í húsnæði hér í Shanghai rétt áður en við fórum til Peking, íbúðin er í sömu götu og skólinn, bara 5 mín frá innganginum á kampus. Íbúðin okkar er um 95 fm á efstu hæð, þeirri þrettándu, 3 stór svefnherbergi. Við erum að borga á mánuði alls 4800 yuan (júan) fyrir íbúðina sem er um 40.800 ísl. sem er bara jafn dýrt og herbergið mitt sem ég var að leigja á Bifröst!!
Þetta eru nokkrar blokkir sem erum með svona torgi í miðjunni þar sem er að finna leikvöll og blómabeð og næsheit síðan er hlið til að komast inn að húsunum svona bílahlið þar sem eru öryggisverðir, mjög traustvekjandi og þeir eru alltaf brosandi og kátir.
Íbúðin er ágæt, ég set inn myndir af því seinna, en við tókum MASSA þrif hérna og ekki veitti af (kínverjar hafa aðra staðla varðandi þrif en við) svo fórum við í Ikea og keyptum fyrir um rúm 30 þúsund af dóti, matarstell, teppi, rúmföt handklæði og margt fleira. Við höfum einnig fengið okkur skjaldbökur, þær eru þrjár pínulitlar grænar eins og ég átti alltaf. Þegar við flytjum ætlum við að sleppa þeim í einhverja fallega tjörn hér nærri. Við vorum einnig að ráða æju (þrifakonu) og hún þrífur voða vel og er yndisleg en með enga enskukunnáttu, mjög þægilegt að hafa skúringargellu auk þess er hún ekki að taka nema 10 y á tímann (85. Kr). Maður verður að styrkja innlendan vinnumarkað sko.
Leigusalinn okkar er bara æði, sonur hans sér um allt og hann hljóp upp til handa og fóta og fékk internetið inn strax og keypti stóra viftu, örbylgjuofn og vatns-kæli/hitara (sem reyndar hitar bara vatnið og kælir ekkert, humm). Svo kíktu þeir feðgar við hér í fyrrakvöld og fannst allt svo fínt hjá okkur að nú á að hlaupa til og kaupa loftkælingu í stofuna og snúrur á svalirnar, annað er greinilega ekki hægt.. he he þeir eru yndislegir.
Peking:
Var æði, sjúklegur hiti um 33 gráður alla dagana og sól. Við fórum að skoða allt sem hægt var að skoða held ég. Torg hins himneska friðar er nú bara svona torg.. föttuðu ekki einu sinni að við hefðum verið þar fyrr en seinna um daginn, það tekur við af Forboðnu borginni. Við fórum á Kínamúrinn og það var magnað enda var sól og logn, við skoðuðum einnig Ming grafirnar þeas grafhýsi Ming keisarafjölskyldunnar, við skoðuðum einnig Forboðnu borgina.. sem kom í ljós að er gamla keisarahöllin sem búið var í þangað til keisaraveldið féll árið 1911, ég vissi það ekki. Einnig skoðuðum við Sumarhöll keisaranna og í ferðum okkar skoðuðum við einnig perluverksmiðju, silkiverksmiðju og Jade (aðal steinarnir hér í Kína) verksmiðju. Ég get sagt ykkur það að ég spotta feik silki, perlur og Jade alveg á nóinu sko. Einnig lærði maður hluti eins og ef þú ert að þvo ekta silki áttu ekki að nota þvottaefni heldur shampó! Það hjálpar við að halda litnum og þrífur allan skít úr, ég er búin að prufa! Svo fórum við einnig í dýragarðinn og ég sá pöndur, ógó sætar! Tók helling af myndum!! Bara fyrir Unni sys ;)
Íslenski sendiherrann, Gunnar Snorri Gunnarsson og Sendiráðið bauð okkur í heimsókn og út að borða sem var bara æði, þau voru svo æðisleg við okkur, spjölluðum og spjölluðum yfir kínverskum og öllara. Þau sögðu okkur helling um Kína og milliríkjasamstarfið og fullt af ganglegum hlutum. Við vorum mjög ánægð með viðtökurnar og mælum með því ef fólk er að þvælast í Peking að kíkja við í kaffi! Þau vilja ekki missa af neinum íslendingum á ferð um svæðið. Þau voru nýbúin að taka á móti hópi af fólki sem var að sækja börn sem þau voru að ættleiða.
Þau sögðu okkur helling eins og til dæmis að Óli grís og Dorrit eru að koma til Shanghai núna í október og Sendiráðið bauð okkur í móttöku- veislu þá með þeim. Þau eru að koma til að vera við setninguna á Special Olympics sem eru hér í Shanghai í næsta mánuði!!! JEIJ !! Við ætlum svo feitt að fara á leikana og styðja okkar fólk öskra eins og motherxxxxxx!! Vitum samt ekkert hvort einhver er að keppa eða þá í hverju en við hljótum að komast að því bráðum ;)
Nú .. skólinn byrjar á mánudaginn, þá erum við að fara að skrá okkur alla veganna.. það er svo sem ekkert stress þar á bæ.
Kínverjar:
Snillingar, heimsins mestu reddarar það er alveg á hreinu.. En karlmenn eru margir með langar neglur á litlu puttunum, eða litlu puttum og þumlum.. eða á öllum. Við sjáum þetta á leigubílstjórum oft.. og eftir miklar pælingar var okkur sagt af sendiráðsmönnum að það væru þrjár kenningar í gangi: 1) til að klóra sér í eyranu, 2) taka inn kókaín, eða neftóbak, 3) til að sýna að þeir vinni ekki erfiðisvinnu. Við teljum 3 möguleikann líklegastan. Kínverjar vilja að það sjáist á þeim út á götu hvað þeir standa fyrir til dæmis með því að vera með langar neglur því djobbið er svo auðvelt, vera eins hvít og mögulegt er til að sýna hreinlæti og að þau vinni inni en ekki eins og sveittir verkamenn. Þess vegna er úrval af húðbleikivörum endalaust hér í hverri einustu búllu.
Um 35% allra fullorðinna reykja.
Hér í Kína búa 1200 milljónir manna.. eða sko gæti verið svona 200 milljónir í viðbót, þeir eru ekki vissir sko.. þeir eru ekkert að farast úr metnaði við að telja.
Klósettin eru meira eða minna stífluð hérna.. það er bara eitt að gera, æfa sig á drullusokknum svolítið! En það þýðir það líka að hér er ekkert hægt að henda klósettpappír í klóið!! Nobb hér notum við babywibes og svo er þeim hent í ruslið við hliðina á klósettinu. Er ekki eins ógeðslegt og það hljómar. En allsstaðar sem maður fer er ruslafata við hliðina á klósettinu þar sem allir henda klósettpappírnum eftir notkun. En maður er líka heppinn ef það er klósett því yfirleitt er bara svona keramic- skál- gat í gólfinu. Það er reyndar fínt, þetta er eins og að pissa útí móa, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að koma ekki við setuna eða klósettið yfir höfuð. Þetta er ekki svo mikið mál, við erum öll búin að hetjast í að prufa svona gaura og gengur vel. ;)
Það er hægt að kaupa allt feik hérna og mikill markaður fyrir slíkt, meira segja þarf maður að passa sig að kaupa ekki feik sígarettur, snyrtivörur, föt augljóslega og allt sem ykkur dettur í hug. Það var meira að segja gaur fyrir utan Ikea að selja feik Ikea bangsa og kolla!
En þar til næst... við biðjum kærlega að heilsa snjókomunni!!!
Athugasemdir
Vááááá, þetta er svoooooo spennandi allt saman!
Hér er drulluviðbjóðsógeðs kuldi en mér hlýnar við að lesa fréttirnar af þér gæska :o)
Hafðu það gott og haltu áfram að njóta þín!
Guðný Drífa (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:09
ohhh...þvílíka djöfulsins argasta snilldin hjá þér. Minns langar að heimsækja þinns :)
Begga (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:58
Hellú.... Begga mín, það er öllum boðið í heimsókn, það er bara þannig.... þið bara komið .. ekkert rugl!!!
Jó-Nínan (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:13
Skítur hvað ég er alveg að hugsa um að hlaupa upp í næstu flugvél þarna út til þín.
Stjáni bróðir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 21:58
Æðislegt að loksins frétta af ykkur
Kristín Linda (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 01:27
Jæja tókst ekki alveg nógu vel hjá mér :) En já þar sem frá var horfið, það er æðislegt að frétta af ykkur og passið ykkur nú að drekka nóg vatn og tæma blöðruna stelpur fékk viðurstyggilega sýkingu í you know what :O .. út í allt annað .. karlmenn eru með langar neglur á litla putta ( ég sko spurði kína vinkonu mína að því, of forvitin) til þess að bora í eyrun og nefið með henni, telja þetta mun þrifalegra en hvað annað. þeir tíma sko ekki að nota eyrnapinna ef þeir vita þá hvað það er! Vonandi líður ykkur öllum vel og hafið það gott ég lét Palla fá fullt af spjöldum hvað varðar góða staði o.þ.h.. Þið passið kanski kvikindin fyrir mig ;) .. Ég er búin að setja ykkur í favorites það verður grant fylgst með og farið aftur í tíman. Njótið á meðan á því stendur .. langar bara aftur :D
Kristín Linda (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.