18.9.2007 | 10:39
Stefnir beint á ská .. á okkur
Já það er víst að stefna að okkur fellibylur, við eru nú ekkert að andast úr stressi enda hefur ekki verið reynt að henda okkur út af heimilum okkar hérna í stórborginni. Það hins vegar er búið að rigna SVO MIKIÐ í allan dag að ég hélt það gæti bara ekki rignt svona mikið. En við erum nú á efstu hæð svo að það þyrfti helv. mikið að flæða til að við myndum sökkva, annars erum við nú öll vel synd.
En hafið ekki áhyggjur, netið og síminn gæti dottið út en annars höldum við að fellibylurinn sé að fara vestanmegin við borgina og við erum nánast í miðbænum sem er alveg stein snar frá ströndinni (austanmeginn). Við komumst ekkert á neinar góðar heimasíður til að tjékka á neinu því að þær eru örugglega bannaðar af yfirvöldum, allaveganna komumst við ekki á BBC en CNN er að gera sig hérna.
Höfum ekki stórar áhyggjur af þessu, ætlum að panta okkur pizzu enda eftir kennslustund dagsins í kínversku getum við nú sagt góðann daginn, hvernig hefur þú það? en hvernig hefur hann það?
En bara lært að svara fínt, eða allt gott. Veit ekki hvernig maður myndi segja, bara svona skítsæmó!
skítsæmó rigningar-fellibylskveðja
Fellibylur stefnir á Shanghai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að heyra að allt sé í góðu elskan mín. Hef lent einu sinni í svona fellibyl sem var ekkert grín, efast um að ykkar sé svo slæmur...vona ekki allavega.
Æðis að allt gangi vel og ég hugsa til þín héðan úr neigborhúddinu...
Love og hilsen frá Malasíu:)
Lilja (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 21:07
Lala =mamahuhu :-*
Kristinn (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:49
Fellibylur segirðu. Það er ekki eins og það vanti spennuna í líf ykkar þarna úti. Vonandi varð þetta nú ekkert svakalegt. Hafðu það ævinlega sem best.
Stjáni bróðir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 22:01
Hér eru ævintýri á hverjum degi, enda ekki annað hægt þetta er svo svakalega stór borg og við erum alltaf að fatta eitthvað nýtt! fundum Burgar King í gær, það var mikil gleði... hann er samt rétt hjá okkur.. við bara vissum það ekki hehe
Jó-Nínan (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 02:56
gaman að fylgjast með ykkur -ég hugsaði einmitt til ykkar þegar ég sá þetta með fellibylinn. Ég bið að heilsa öllum
kveðja
Maja
majae (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.