21.9.2007 | 03:04
OKKAR FÓLK, við mætum !
Við hér í Shanghæ-inu ætlum sko að skella okkur á leikana og hveta okkar fólk eins og mófóar. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður kemst á Olympíuleika, hvað þá þegar svona margir Íslendingar eru að keppa. Auk þess er vert að benda á að hetjurnar sem keppa á Ólympíuleikum fyrir sérstakt fólk eru miklu duglegri við að hala inn verðlaunum heldur en þeir sem eru að fara að keppa í Peking eftir ár! Við erum eiginlega að græða, við gætum verið að horfa á þau taka við verðlaunum og alles...!
Hér í borginni eru auglýsingarskilti út um allt fyrir leikana en við vitum svo sem ekki hvort að Shanghai búar séu mikið að deyja úr spenningi en við erum það!!
Ok, ef einhver þarna úti getur gefið okkur upplýsingar um hvar og hvernær okkar fólk er að keppa og hvar maður getur keypt miða væri það ÆÐISLEGT!!
við Bifrestingarnir erum orðin mega spennt og hlökkum til að standa í stúku og hvetja okkar fólk til sigurs.
ÁFRAM ÍSLAND!!
32 Íslendingar keppa á Special Olympics í Shanghai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
bara kasta á þig smá kveðju :O) gaman að fylgjast mér þér í Kínalandi!!!!
Svava (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.