Tilkynningarskyldan tilkynnir tilkynningu

25. september 2007

Fellibylurinn sem fauk í burtu á ógnarhraða:

Við erum nú farin að halda að öllum sögum um þennan „meinta“ fellibyl hafi verið ofsögum sagðar. Í það minnsta urðum við ekki mikið vör við hann, það var jú einstaka vindkviða (eins og golan heima) og rigndi slatta en annars sluppum við greinilega alveg. En það var svo sem ekki neitt til að hafa stórar áhyggjur af, sendiherrann okkar hérna var með staffið sitt á netinu allan daginn til að lesa kínversku fréttasíðurnar á netinu og komast að því hvernig staðan væri og lét okkur svo vita þegar „allt“ var afstaðið.

Ég berst á fáki fráum ... :

Nú hefur mestur hluti hópsins keypt sér hjól, rafmagnshjól og þau eru ÆÐI og þau flottustu og dýrustu kosta glæný ekki nema 1900 yuan (16. Þúsund kjall). Þetta er eins og vespa bara og svo skellir maður því í hleðslu í hjólageymslunni á nóttunni eins og ekkert sé, maður getur líka hjólað á því , það er bara ekki eins gaman. Við erum svo feitt að fara að athuga með að flytja hjólin heim með okkur, við erum að rúlla hér í umferðinni ýtandi og blótandi sem og að troða okkur eins og við séum innfædd, keyrum yfir á stórum gatnamótum með umferð eins og ekkert sé! Þetta er án efa besta dótið sem ég hef keypt hér í Kína. Manni líður eins og maður sé 17 ára, nýkomin með bílprófið og frelsistilfinningin er yfirgnæfandi... ég get farið hvert sem mér sýnist, þegar mér sýnist það! EN hins vegar eru Kínverjar ekkert að stressa sig á hlutum eins og hjálmum, hér er hvergi hægt að kaupa hjálma en við ætlum að leita hátt og lágt svo að við getum betur tryggt okkar öryggi. Ég held að íslendingar ættu að hugleiða að flytja inn svona gaura og selja á lágu verði.. við höfum nóg af rafmagni og þetta stuðlar að minni umferðarmengun.!

Mín á spítala:

Ég er nú búin að fara á spítalann einu sinni og þarf að fara aftur! Fínasti spítali, þetta eru svona svipaðar aðstæður eins á læknastofunni sem við mútta fórum á þegar við fengum sprautu í rassinn á Kúbu. Málið er sem sagt að það er verið að éta mig lifandi hérna, það eru svona 1-5 ný flugna / skordýra / „gvuð má vita eftir hvað“ bit á hverjum degi. En um daginn fékk ég 3 massív bit, eins og mamma fékk eimmitt á Kúbu, risastór bit með blöðrum, stórum blöðrum. Auk þess var ég svo svakalega rauð og viðkvæm í kring um þau að ég hef sjaldan vitað annað eins, eitt var stórt (um 4 sm í þvermál og ég var rauð og þrútin á öllum kálfanum) og 2 lítil (ef lítið má kalla, minna kannski frekar réttara orð yfir það). Ég fór til skólahjúkkunnar en það er svona einskonar míní spítali á kampus og þar hitti ég fyrir 2 hjúkkur og einn lækni. Eftirfarandi gerðist: ég segi: Jú spík english?? English?? ...Þau horfa á mig og skilja ekki neitt....Ég lyfti upp sokkabuxunum sýni stóra bitið og þau segja öll í kór: OHHHH.. NÓó NÓó NÓó ... JÚ GÓ TÚ HOSPITAL .. og fara að benda mér leiðina að spítalanum. Ég hugsa með mér .. já frábært, það verður tekin af mér löppin hérna og ekki orð um það meir!! Ég kem hálffætt heim eins og bavíani.

Ég hætti mér ein á spítalann, labba inn í snyrtilega móttöku þar sem 3 afgreiðsludömur voru, ég sýndi þeim bitið og þær sögðu mér hvert ég ætti að fara og við hvern ég átti að tala.. ég að sjálfsögðu skildi ekki orð af því enda tala ég ekki kínversku. Þegar þær gerðu sér grein fyrir því að ég skildi ekki neitt var ein af þeim svo elskulega að fylgja mér á 3 hæð og inn á skrifstofu hjá frekar ungum lækni, konu og allt, hún talaði smá ensku og svo var þarna með okkur hjúkka sem var með orðabóka í símanum sínum og hún var alltaf að fletta upp fyrir okkur og reyna að fá skilning í málið. Þetta gekk svona glimrandi vel, læknirinn minn var svo elskuleg að labba með mig um allan spítala, fyrst til að borga, svo til að taka blóð, svo til að skoða blóðprufu, svo niður í apótek og sýna mér hvað ég ætti að gera.

Niðurstaðan er sú að: hún tók blóðprufu til að reyna að komast að því hvað hefði bitið mig, það bar ekki árangur en hinsvegar mældist ekki í mér malaría J og ég þarf að koma aftur á föstudaginn (viku seinna) og fara aftur í blóðprufu, bara til að vera viss. Ég fékk hjá henni Calimine lotin sem er eins og mamma dundaði sér við að setja á okkur systur þegar við vorum með hlaupabóluna og einnig var ég sett á ofnæmislyf. Þetta var nett spennó, ég fékk líka spítalakort svo að þegar ég kem næst inn sýni ég það og þá eru þau með sjúkraskýrsluna mína. Læknirinn minn lét mig fá nafnspjaldið sitt og bað mig að hringja ef eitthvað væri! Yndislegt.. það er úr mér öll hræðsla við spítalann.. þau eru alveg jafn yndisleg þar eins og á flestum stöðum hér í Kína!

Loreal og ég:

Ég skellti mér á hárgreiðslustofu, frekar fína stofu sem er í einskonar molli hérna rétt hjá okkur. Þar kostar hárlitun með Loreal 380 yuan, sem er frekar dýrt eða um ca 3300 kjall. Ég sest niður og þau eyða um klukkutíma í að skoða á mér hárið, rótina, litinn í hárinu og permanettið. Jæja ok, svo taka þau til við að lita á mér hárið dökkrautt. Byrja á endunum! Ég spurði.. hvað með rótina, hún er miklu ljósari!! Þau hlægja að mér og segja: við setjum það í síðast sko.. wait´a  a a 5 minútes ok?  Já já ok. Svo kemur gaurinn með nýja og ljósari blöndu til að setja í rótina.... minni líst nú ekkert á blikuna og ég fer að reyna að tala við þau en þau eru enn bara að hlægja að stressaða útlendingnum. Hárið á mér er skolað og viti menn ÉG ER MEÐ SKÆR APPELSÍNUGULA RÓT!! Jújú takk fyrir takk takk.. á þessu stigi málsins er búið að loka stofunni og allir sitja og bíða eftir því að ég fari, ég orðinn drullu pirruð og þreytt. Ég ákvað að taka strax dramakast og vera bara leiðinleg.. sem ég og geri.... NOT THE SAME!! NOT THE SAME!! Bendi á rótina og restina af hárinu þar sem ég er nú tvílit! Svör. Ó... uu.. wait´a 5 minutes ok? We ´a fixa? Ok? Þá sagði mín bara NEI ég kem aftur á morgun, borgaði helminginn strunsaði út. Hálfvitar.. Fór aftur áðan og viti menn... rótin á mér var lituð 4 sinnum!!!! ÞETTA TÓK GÓÐA 6 TÍMA SAMANLAGT AÐ LITA Á MÉR HÁRIÐ!! Næst lita ég hvert hár fyrir sig með augnabrúnalit og verð sam sneggri!!

Myndatakan við Kínamúrinn:

Við erum að lenda í því hér og þar að fólk vill fá myndir af sér með okkur, við höfum öll lent í þessu. Himmi er nú stærstu mönnunum hérna og lendir því oftar en aðrir í þessu til dæmis þegar við vorum í Sumarhöllinni í Peking og við flest öll lentum í þessu á Kínamúrnum. Við Arna vorum eitthvað að njóta útsýnisins og spjalla um fegurð lífsins og umhverfisins þegar það er bankað í mig og viti menn þar var heill hópur af kínverskum túrhestum sem vildi endilega fá myndir af sér með okkur. Hópmyndir voru ekki í boði, þeir vildu hver og einn fá mynd af sér með mér og ég, selebið sem ég er, samþykkti það. Arna nennti þessu ekki en ég setti mig í pósugírinn.. enda í æfingu eftir miklar myndatökur fyrir kosningar. Það eiga því um 15 manns sem eiga mynd af mér við Kínamúrinn. Við vitum samt ekki hvers vegna þau vilja taka myndir af okkur, Himma kannski af því hann er svo stór, svipað með mig kannski. Kannski halda þau að við séum geðveikt fræg og þau viti bara ekki af því, það er sagan sem við ætlum að halda okkur við!

Skólinn okkar og aðrir skiptinemar:

Vá hvað það er leiðinlegt í skólanum, stundum er það fínt en stundum mjög leiðinlegt. Við erum þriðjudag til föstudag frá 8:00-11:40 og alla daga nema föstudaga erum við eftir hádegi líka frá 13:30-16:30. Kennararnir tala svona lala ensku, þau tala hana kannski fínt en svo skilja þau okkur ekki ef við ætlum að spyrja eitthvað. Við erum 11 íslendingarnir í bekknum og 5 þjóðverjar sem eru svona líka skemmtileg og fín. Við hlægjum mikið að misskilningi kennara okkar til að stytta okkur stundir. Við erum með 2 kennara í kínversku, hún lítur út eins og Stitch úr teiknimyndinni Liló og Stitch og hinn heitir Yellow nature. Þetta er skondið fólk. Við erum búin að fara í eina ferð með skólanum. Þá fórum við í Shanghai museum sem var ekki svo stórt og ekki gaman að skoða þegar maður er ekki með farastjóra til að segja sögu hlutanna og notagildi þeirra. Eftir það var keyrt niður að gamla bæ og okkur sagt að við hefðum 3 tíma til að versla og éta... við vorum frekar svekkt með þá hugmynd þar sem við gerum EKKERT annað en að versla og éta! En ok svo var farið í smá siglingu um ánna Huanpu sem rennur hér svört af mengun í gegn um borgina.

Kínverjar eru alltaf að sprengja kínverja!

Já það er rétt því ef einhver er að flytja í nýja íbúð þá ber að sprengja í það minnsta eitt gott Kínverjabelti og helst nokkrar bombur til að fæla burtu óæskilega anda og þar sem við búum jú bara þar sem eru risastórar blokkir þá eru alltaf einhverjir að flytja. Það er nánast daglegur við burður að heyra varla mælt mál vegna hávaða við að koma öndunum eitthvað annað!

Það sem er framundan hjá mér og okkur er eftirfarandi...Special Olympics í vændum:

Við erum búin að setja okkur í samband við ÍSÍ sem gaf okkur samband við fararstjóra hópsins og fengum við upplýsingar um keppendur á Special Olympics og nú vantar okkur loka dagskrá leikanna sem er væntanleg á næstu dögum sem og við eigum eftir að grafa upp hvar við getum fundið og keypt miða á viðburðinn.  En það er óhætt að segja að það sé spenna í okkur!

Formúla 1:

Verður haldin hér í Shanghai á sunnudaginn eftir rúma viku eða þann 7. Október næstkomandi. Ef þið fylgist vel með henni gætuð þið séð okkur þarna í stúkunni einhversstaðar. Við erum ekki búin að kaupa miða en það er verið að skoða þetta allt saman. Gæti endað í því að vera í stúku K sem er við eina beygju því að miðarnir eru fokk dýrir! Ég hef nú ekki fylgst með múlunni í 2-3 ár en ég var nú dyggur þynnku-formúluaðdáandi hér áður fyrr, það verður því alveg upplifelse að fara á múluna og horfa á þá þjóta framhjá. En nánar um það síðar.

Óli grís:

Ólafur Ragnar Grímsson er á leiðinni, verður hér í næstu viku og ég ætla að fara og kasta kveðju á kallinn.

ATH

Þeir sem eru að lesa bloggið mitt mega endilega setja inn komment eða kveðjur þar sem ég veit ekkert hverjir eru að lesa það og hverjir ekki. Til að auðvelda mér vinnuna við að komast að því hverjir ekki nenna að lesa um ævintýri mín í Kína endilega sendið mér kveðju. Hina ætla ég í fílu út í... ;)

ps. ég hendi inn myndum við tækifæri

love Níns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHAHAHAHA... Bilast !!!

Hin Nínan (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:51

2 identicon

Ég nenni að lesa hvert einasta smáatriði um líf þitt í Kína svo þú getur sleppt því að fara í fýlu útí mig!

Hélt ég myndi deyja yfir loreal sögunni... KAST!!!

Guðný Drífa (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:39

3 identicon

Ævintýrin gerast enn!! fékkstu stærri blörur en ég?

mamma (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 20:42

4 identicon

Best að skella inn tilkynningu um að þú ert á reglulegum leslista hjá mér til að þú farir ekki í fýlu og peningarnir fari allir í friðarumræður..... Elska að lesa um ykkur og svaðil glaðil farir ykkar

Eyrún (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 21:32

5 identicon

Hér með staðfest að ég kíki sko á þig ;) en rosa gaman að fylgjast með ykkur og aaaaalllls ekkert svekkjandi að hugsa til þess að ég gæti hafa verið þarna með ykkur núna.. :) sakna ykkar sáran.. hafi það rosa gott :)

Lilja Borg (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:43

6 identicon

Kíki líka alltaf á þig þegar ég tek minn daglega bloggrúnt í fyrirlestrum hér heima á fróni. Alltaf jafn skemmtilegt að lesa um ævintýri ykkar Kínafara.

Skemmtið ykkur vel og hlakka til að sjá ykkur hressar og kátar á Bif eftir áramót.

Kv. Morgan

Miss Morgan (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 09:52

7 identicon

- Nína og Guðný, einhvernveginn grunaði mig að þið hárgreiðslupíurnar vinkonur mínar myndu alveg hafa gaman að þessari sögu, enda stórskondin..

- Mamma, þessi stóra hefur vinniginn á þig, hinar tvær voru eins og þínar.

- Lilja... við söknum þín líka... Erum að taka extra á þetta fyrir þig ;)

- Eyrún og Ragga.. frumurnar klikka ekki á smáatriðunum!!

Nínan (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:35

8 identicon

Hæ Nína,

Ég var að detta um síðuna þína, og nú er hún komin á favorites!!

Ógislega gaman að lesa skrifin þín, og ég "heyri" þig segja hvert skrifað orð!

kv. og njóttu tímans vel í Kínalandi, Sigrún Jóns (kosningaskrifstofa).

Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:42

9 identicon

Hæ hæ elsku Nína mín

Ég fer reglulega inn á síðuna hjá þér og hef gaman af. Hafið það bara rosa gott, hlakka til að sjá þig aftur!!

Kv.Fjóla

Fjóla Hrafnkels (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:42

10 identicon

Blessuð skvís.

 Rakst inn á síðuna og hef gaman af því að fylgjast með svaðilförum þínum.

Sæunn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 12:50

11 identicon

Skoða skrifin þín alltaf af og til... og á eftir að lesa þetta oftar!

Búin að sitja í hláturskrampa hérna við skjáinn, snilldar penni!

Kv. Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:29

12 identicon

Sælar

Ég dett nú öðru hvoru hingað inn í daglegu amstri dagsins!

Kickass kveðja frá Klakanum!

Levy IV (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:04

13 identicon

rambaði hérna bara inn fyrir tilviljun

sóley (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:17

14 identicon

Jeg nenni að lesa ævintýri þín þótt ég sé ekkert duglegur að comenta.

Vona að þú náir þér af ebóluni eða fuglabitinu því það vilja allir fá þig í heilu lagi til baka.

Kábé (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:32

15 identicon

HAHAHAHAHA...

ég verð sko fastagestur :p

Knús!

EvAn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:57

16 identicon

Heyó! Getur verið að þið séuð svona fræg en þið vitið bara ekki af því? Pæling...

Höddi frændi (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 22:22

17 identicon

... hvað segirðu... er einhver fýla?!

Halldóra (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 19:06

18 identicon

Vá hvað ég lenti í því sama með skólahjúkkurnar og "ohohohoh, hospital!!!!" hehe... en endilega skellið ykkur á formúluna, það er æði! keyptum okkur held ég líka miða í K en enduðum með miða í C stúku, án þess að borga neitt í milli :) kraftaverkin gerast...  mega góða skemmtun... kíki reglulega á þig :)

embla (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:05

19 identicon

Fylgist alltaf með þér elskan! :)

Á ekkert að kíkja til Malasíu? You would love it!

Lilja Ósk (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:09

20 identicon

.. æjjj æjj órans hár og bit.. . Gaman að lesa um svaðilfarir þínar stúlka góð  ég er líka ein stór máltíð fyrir pöddur, hef reyndar ekki fengið blöðrur.. 7,9,13. Þið vitið að þið stöllur eru hjartanlega velkomar í hlýleg heimkynni okkar vinkvenna í malay.. allt voða tædí það eina sem vert er að nefna er að þið notið súrefnisgrímur á meðan heimsókn stendur yfir.. við notum svo mikið pöddusprey að ég held að við komumst ekki lifandi héðan.. ef lifandi þá heilaskaddaðar.

Hei.. tvífari segir hún.. hahaha.. ég er búin að sjá ótrúlega fólk í svörtum litum :) Verið í bandi og vonandi takiði rúnt á okkur :) 

Hafrún (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:02

21 identicon

Sæl rambaði inn á síðuna og var svolítið lengi að fatta að þetta værir þú. En mjög skemmtilegar sögur!!! Þar sem ég er sjálf að fara til kína þá greip þetta blogg strax athygli mína. Gangi þér svaka vel:)

kv. Vala (vinkona Clöru)

Valgerður Hunbogadóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:09

22 identicon

Hef verið að reyna að setja inn komment hérna...er er bara svo drullu léleg í stærðfræði að ég hef ekki verið að komast í gegnum RUSLAPÓSTVÖRNINA....fékk Joe til að hjálpa mér núna...vona að þetta takist..Begga - 10+1=11

Begga (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 05:51

23 identicon

ég lofa að lesa allt sem þú skrifar hér á þetta blogg.

Mæja föðursystir 

María Kristín (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:42

24 identicon

hahaha brings back memories :)

 Gaman að heyra hvað það er samt stuð á ykkur. 

Við strákarnir eyddum ófáum kvöldunum í að svekkjast á því að hafa bara ekki keypt rafmagnshjól strax :) - Guðmar var samt á því að þetta væri ekki gott í brekkurnar heima á Íslandi.. ég var ekki alveg jafn sammála ;)

Verð í bandi, knus og kram

Indi 

Indi (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 02:11

25 identicon

Hæhæ og hóhó!!

Var mega lengi að fatta að þú værir með blogg!! Hehe!

Gaman að fylgjast með förum þínum, þ.e. hrakförum! Ég öfunda þig ógeslega mikið!! Já og það varð ekki Nína í þetta sinn en það má alltaf halda í vonina. 

Koss og knús Rannveig 

Rannveig sæta (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband