Skýrsla og nýjar myndir

8. október 2007.

Heil og sæl öll..

Vá það var æði að fá komment, endilega verið dugleg að kvitta, ég er að reyna mitt besta til að halda fólki meðvituðu um stúss okkar hérna í Kína og því gaman að sjá að það nennir einhver að lesa það sem maður er að dunda sér við að skrifa. Meira að segja er blogg mitt svo frægt að íslendingur sem við hittum hér sagði.. heyrðu já ég kannast við þig, ertu ekki með blogg?.. ég sá bloggið þitt um fellibylinn hér um daginn!

Heimþrá.... neee ekki enn

En annars er gott að vera í Kínalandi, ég er orðin svo skotin í Shanghai að það hálfa væri nóg, við erum búnar að vera að ræða það hvað við eigum eftir að sakna Shanghai mikið þegar við förum heim. Í mér er enginn söknuður gagnvart Bifröst, það er alveg ljóst. Það er samt verst að við erum eiginlega í skólanum allan daginn, það pirrar okkur hvað þetta eru langir dagar því málið er að þegar skóli er búinn á daginn kl 16:30 þá er rush hour byrjað og lítið sem maður getur afrekað.

Tíminn flýgur:

Málið er að tíminn flýgur hérna, manni tekst alltaf að eyða heilum degi í eitthvað sem hljómar svo auðvelt. Tökum sem dæmi HM ferð:

förum niður á Huahai (stór verslunargata hér í miðbænum, borið fram húæhæ) = 20 mín í leigara ef við gefum okkur að við fáum strax bíl.

Beint á Starbucks því okkur langar í kaffi = 30 mín að versla, bíða eftir kaffinu og að drekka það.

Þá er farið í HM, á leiðinni frá Starbucks og að HM eru svona 20-30 búðir, stoppað er í 4-5, skoðaðar útsöluvörur eða einhverjum vantar eitthvað sem hann sér = 30 mín.

Ok, komum að HM sem er á 4 hæðum (dömudeildin 2 hæðir), byrjum á efri, veljum föt mátum og kaupum = 1 klukkutími, seinni hæð það sama.

Síðan komum við út og erum svöng... hvað á að éta, hvað er nálægt.. humm ok okkur langar í Burger King en hann er hvergi nálægt. Við finnum bíl strax og förum í Mollið heima = 20 mín í leigubíl GEFIÐ að það sé ekki sturlunarumferð vegna rush hour og að við fáum strax bíl.

Komum á Burger King og borðum, hálftíma seinna erum við komnar út og löbbum heim = 15 mín.

Ferð í HM = 265 mín eða 4 tímar og 25 mín og þetta er ekkert djók og þetta er ferð sérlega farin til að fara í EINA búð.

 Úti að borða: Picture 099

Við fórum út að borða á Radison SAS sem er einna flottasti staðurinn hér í Shanghai eins og þið sjáið á myndinni er þetta eins og geimskip, það er veitingarstaður á 45 hæð sem er miðjan á „geimskipinu“ og maður snýst þar eins og í Perlunni síðan er á 47 hæð, sem er toppurinn á kúlunni, að finna þennan fína bar. Þetta kostar nú líka allt sitt, við fórum öll ellefu saman í tilefni afmælisins hennar Örnu flest allir með steik, kokteil og eða vín = 3940 á mann! Magnað... En þarna fékk ég þá bestu steik sem ég hef borðað síðan ég fékk hreindýr síðast. En þetta er samt einna dýrasti staðurinn í Shanghai!

Fríið sem kom og fór.. en við græddum gesti

Það hefur verið ansi gott að vera í fríi, reyndar vorum við bara búin að vera í skólanum í 2 vikur áður en við fórum í frí en það er nú annað mál. Það nennir enginn að vera í skólanum, dagarnir eru langir og afrakstur kennslunnar er svona vafasamur. Það er í raun ekki verið að kenna okkur neitt sem við ekki kunnum nú þegar – að kínverskunni undantalinni.

Það sem við gerðum í þjóðhátíðarvikufríinu okkar var ekki það sem okkur langaði.. okkur langaði til hitabeltiseyju rétt sunnan af Kína sem heitir Hainan og liggja í sólbaði. Þar sem við vorum sein til voru fáir miðar eftir og þeir voru dýrir svo að við ákváðum að vera bara í Shanghai því það væri hvort eð er nóg að gera hér. – Viti menn, haldið þið ekki að það hafi verið svona svakalegur tropical-stormur á Hainan allt fríið!! Það var öskrandi rigning og hífandi rok!! Við heppin að hanga ekki þar í rugli, segi ekki annað. Við erum að spá í að fara í langa helgi þangað bara seinna og hita upp fyrir Tælands -sólbaðið í desember.

En þar sem við fórum ekkert í fríinu fengum við í staðinn góða gesti til okkar. Hildur og Sibba skólasystur okkar af Bifröst eru hér en þær eru í skiptinámi í Singapúr og einnig er Anna systir hennar Ásu hér í heimsókn. Foreldrar Himma eru einnig að koma hér um næstu helgi svo að það er nóg að gera.

Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta

Picture 036

En í fríinu okkar vorum við dugleg, við fórum til að mynda á úrslitaleik í HM kvenna í fótbolta, það hefði nú reyndar verið skömmustulegt að fara ekki, leikvangurinn er nánast í sjónmáli að heiman. En málið er að við fórum miðalausar að kaupa á svörtum markaði fyrir utan leikvöllinn klukkutíma fyrir leik.

Picture 018Það vildi ekki betur til en að við vorum svo verndaðar að það hálfa hefði verið nóg. Það elti okkur öryggisvörður og lét lögguna handtaka alla gaurana sem voru að reyna að selja okkur miða!!! Við í það minnsta höfum gert okkar skerf í því að koma upp um svartamarkaðsbrask! En þetta tókst á endanum eftir að við gerðum pásu á tilraunum okkar til miðakaupa. Við enduðum með fína miða og borguðum um 1200 kjall fyrir hvern miða. Þjóðverjarnir stóðu sig eins og hetjur í úrslitaleik keppninnar og rúlluðu yfir Brasilíu 2-0.

Forseti íslenska lýðveldisins

Við skelltum okkur til að hitta Óla og Dorrit í sérstökum hátíðarkvöldverði í tilefni af þátttöku 32 íslendinga í Special olympics leikunum. Óli og frú voru hress og kát og við fengum hópmynd af okkur með þeim:

DSC00901

Þetta var rosalega flottur kvöldverður sem að einna ríkasti gaurinn í Kína skipulagði og kostaði, hann á geðveikt mikið af peningum og fyrirtækjum. Þetta var rosa mál þessi kvöldverður. Þegar við komum var rauður dregill og móttökunefnd og á rauða dreglinum hittum við Hafliða sem er að vinna hjá Glitni og sá um að bjóða í veisluna. Meðan hann var að sýna okkur hvar við gætum setið, hvaða borð væru fyrir Íslendinga búsetta í Shanghai voru teknar af okkur fullt af myndum og síðan vorum fullt af sjónvarpsvélum að taka þetta allt saman upp!

Það voru 4 þjónar fyrir okkar borð sem tók 12 manns.. það var 14 rétta matseðill! Þetta var yndislegt kvöld og mikið af góðum þjóðlegum skemmtiatriðum. Ég hitti líka fullt af fólki sem ég þekkti, til að mynda nöfnu mína Bjartmars en hún býr núna rétt hjá Shanghai og er að læra kínversku. Við ætlum að hendast eina helgina til hennar og skoða okkur um.

Sund

Við fórum á keppni í sundi og sáum krakkana á Ólympíuleikunum, vorum að hvetja og öskra. Picture 076Þetta var mjög gaman, geta sumra keppenda er miklu minni heldur en vilji þeirra til að klára sundin. Við sáum nokkra sem voru við það að drukkna en létu það ekki stoppa sig, syntu og syntu enda var vel klappað í höllinni þegar þau loksins komust í bakkann. Þessir leikar eru sniðugir, fyrst eru undanrásir og þá eru þau flokkuð í 18-20 getuflokka. Hver getuflokkur hefur þetta 2-7 keppendur. Síðan keppir getuflokkurinn í úrslitum og innan flokksins eru veitt gull, silfur og brons verðlaun en þeir sem verða í 4-7 sæti fá líka verðlaunaborða. Við sáum fullt af krökkum sem voru hlaðin af verðlaunum og þar á meðal okkar fólk. Enda er markmið leikanna ekki að sigra eða vera bestur, heldur að allir taki þátt og hafi gaman af!

Formúla 1, Hamilton klúðraði þessu!

Við skelltum okkur á Formúlu 1, næstsíðasta keppni þessa árs. Þarna sátum við í roki, rigningu ogPicture öskrandi hávaða bílanna og fylgdumst með. Allar sátum við spenntar og tilbúnar að fagna með Hamilton er hann myndi setja fullt af metum með sigri sínum. Nei hvað gerir aulinn ekki! Keyrir útaf á leiðinni inn á viðgerðarsvæðið! Hvað er málið með það! Í miðri keppni þá þurfti að grípa til þeirra ráða að halda með Ferrari og Finna!! Þetta var eitthvað sem við vorum ekki ánægðar með, við ætluðum að vera þarna á sögulegri stund sem skyndilega varð bara að ósköp venjulegri keppni! En ok, við sættum okkur við Finna, þetta var flottur sigur svo sem og spennandi keppni, fullt af útafakstri og veseni. Í það heila fín keppni. Við sátum við svakalega beygju og vorum ekki nema um 40-50 metrum frá brautinni sjálfri. Þetta var mjög gaman og ég myndi alveg fara aftur.

Bitin mín

DSC07662Bitin eru sem betur fer á batavegi en við óttumst að þetta séu maurabit sem við fáum þá í skólanum. Málið er að í skólabyggingunni er allt morandi í maurum og nú þegar við höfum verið í fríi í heila viku hef ég ekki fengið neitt svona stórt blöðrubit. En ég er með nóg af ofnæmistöflum (Dagur: þú ert sætasti læknirinn í öllu Borgarnesi, takk takk takk fyrir alla lyfseðlana) svo að ég ætti að lifa þetta af.

Maður má ekki sleppa orðinu þá er komin keppni: Jú ég minntist á það að mín bit væru jafnslæm og þau sem mamma fékk á Kúbu. Mömmu fannst þessi keppni eitthvað spennandi og lét því rífa úr sér botnlangann um helgina. Ég myndi spila út aðgerðinni á hægri ökkla mínum þegar ég var unglingur en hún mátar það með ökklabrotinu sínu hér um árið. Ég fór líka í aðgerð á nefi fyrir nokkrum árum, en hún er búin að eiga 3 börn! Þetta er töpuð keppni! Ég gefst því upp og bið móður mína um að halda sig á mottunni í sjúkrahúsmálum.

Hjólin sem aldrei hætta að vera æðisleg

DSC07679Við erum alltaf jafn skotin í hjólunum okkar. Við notum þau talsvert til að rúnta hér um hverfið og sinna okkar erindum. Ég held að þessi kaup séu að verða búin að borga sig upp í tímasparnaði og leigubílakostnaði. Við förum stundum á kvöldin og rúntum um þegar það er lítil umferð og þægilegt að komast á fínan hraða án mikils stress. Þetta er fákurinn minn...:

En eitt...

Ég er í þvílíkum vandræðum með að komast inn á Bifrastarpóstinn minn.. ég er með tölvupóst hjá gmail sem hægt er að ná af mér, annars er ég alltaf með kveikt á tölvunni svo að ég sé ef þið eruð að tala við mig á MSN. Ég er með síma hér og númerið er: 0086-136-366-10947

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar allt saman mjög svo spennandi! 

Var reyndar búin að heyra þetta allt en það er önnur saga!

Hvernig væri svo að skilja eftir gmailinn þinn svona fyrir þá sem vilja senda þér meil?

Halldóra (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 19:00

2 identicon

Góður punktur, pósturinn er joninabeib hjá gmail (punktur) com, nenni ekki að fá endalaust af ruslipósti ;)

Nína (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 01:09

3 identicon

Hæ sæta. Vildi nú bara láta þig vita að með kólnandi veðri hjá þér fara bitum að fækka, trúðu mér! Annars segi ég "stay in school" ég veit þetta eru mjög þreytandi tímar og maður fær allveg njálg á þessum bekkjum en það borgar sig. Hafðu það gott og njóttu vel, tíminn er fljótur að líða :D Záiján, Þóranna

Þóranna (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 01:44

4 identicon

Æji hvað er gaman að lesa bloggin ykkar og fylgjast með ykkur. Lítið að frétta héðan bara eiginlega ekki neitt rétt í þessu braust allt kennaraliðið inn hérna syngjandi ammælissöngin fyrir hann lobba hann er víst 60 ára fékk köku og læti :) Já svona er stuðið á Bifröst haha... en hafi það rosa gott ;)

Lilja Borg (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 09:36

5 identicon

Vá hvað ég öfunda þig af því að hafa H&M hjá þér!!! Vantar stórlega eitt stykki svoleiðis útibú hingað í Kuala Lumpur!!!

Æðis hvað þið eruð að skemmta ykkur vel...

P.s hræðilegt að sjá á þér bitin stelpa!!! 

Lilja Ósk (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:34

6 identicon

svakalega gaman að lesa bloggið þitt

Svava (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:52

7 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Jamm þetta er hræðilegt að heyra hvað er mikið vesin að versla, það liggur við að maður vorkennir þér.

En þetta var hörkuskemmtileg færsla hjá þér, meira svona :D

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 12.10.2007 kl. 18:10

8 identicon

Gaman að geta fylgst svona með ykkur svona langt í burtu. En ég er nú samt að spá í að vera í fýlu yfir formúluferðinni :S Mar er bara abbó hérna heima. Nei nei svona án gríns þá finnst mér þið standa ykkur stórvel og óska ykkur bara alls hins besta í þessum drepleiðinlega skóla hehe.

Haldið endilega áfram að vera dugleg að blogga fyrir okkur hins sem sitjum ævintýralaus eftir heima. Love´ya gæs

Gunnhildur Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 01:41

9 identicon

Hæ skvísípís...bara kvitta fyrir mig :) Massa stuð hjá ykkur greinilega, eins og alltaf !! Væri alveg til í að vera hjá ykkur...! Og já núna er afrit af öllum bloggfærslum á myspeicinu mínu bara fyrir ykkur :D Knúúúúúús

Steinunn (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 22:56

10 Smámynd: Anna Kristinsdóttir

Fylgist með úr fjarska......

kveðja

Anna Kristinsdóttir, 18.10.2007 kl. 17:09

11 identicon

Hæ Nína!

 Frábærar færslur og vá hvað ég sakna Shanghai og Kína ! :D

farið vel með ykkur

 píz

Pálmi (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 22:47

12 identicon

Hæ, elsku frænka.  Ég fylgist með þér héðan úr fjarlægðinni, og finnst frábært hvað þið fáið tækifæri til að upplifa margt spennandi og skemmtilegt, verst með þessi leiðinda flugubit.

Allt undir kontrol á þessum bæ, hlakka til að fjá að fylgjast áfram með ævintýum þínum í Kína.

Kram og knus frá Rögnu.

Ragna móðursystir (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 23:11

13 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:30

14 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir


Sælar.

Að sjálfsögðu fylgist ég með ævintýrinu þótt ég skrifi ekki í hvert skipti. Það væri nú heldur löng lesning þá.
Hér heima er lítið um að vera annað en þetta borgarmál sem ég hef þegar sagt þér frá. Annars er orðið kalt og dimmt hér heima og allt annað við sama heygarðshornið. Ennþá fréttir á sama tíma og keppni á milli Kastljós og Íslands í dag. Britney Spears hefur loksins fengið leyfi til að sjá börnin sín undir eftirliti og Bjarna gengur vel í Bootcamp, búin að losna við 4 cm um sig miðjan, það er nú ekki slæmt;)

Annars bara þangað til næst, vertu dugleg að borða sushi.

Yfir og út.

Fanný Guðbjörg.

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 21.10.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband