Tvær vikur í Tæland og Ísland eftir tæpan mánuð!

Lífið í Kína snýst núna aðallega um að klára þessar blessuðu ritgerðir og læra fyrir próf. Í ofanálag er nú verið að reyna að finna hótel og hvað við viljum gera í Tælandi auk þess að vera að æskja tilboða í að senda heim stútfullar ferðatöskur af dóti.

Yndislegt fólk

Hér í götunni okkar sem og á öllum götum í Shanghai myndast alltaf götumarkaður á kvöldin þar sem að fólk leggur teppin sín á götuna og setja upp sölubás. Sumir eru með einhverskonar viðarkassa sem þeir opna og geyma á hjólum sínum. En þetta eru engir viðvarningar í sölumennsku enda eru þau með lítil batteríljós til að sýna „glæsilegan“ varning sinn. Við vorum í kvöldgöngu hér um daginn og ákváðum að versla alveg arfa léleg veski sem þeir reyna að halda fram að séu úr leðri en umrædd veski anga af plastlykt. Þetta eru seðlaveski sem eru seld allsstaðar og eru feik dauðans. Nema hvað við borgum ekki meira en svona 40 fyrir stór og 30 fyrir lítil.

Við tökum til þarna 7 stór veski og ákváðum að ekki skyldi meira borgað en 280 (40 per veski). Sölumaðurinn byrjar í 700 og við hlægjum að honum og segjum 280. Hann tuðar og tuðar en lækkar sig samt alltaf smátt og smátt. Hann endar í 350 og við alveg komnar með nóg segjum sko það er 280 eða ekki! Þá áttu sér stað skrítnir hlutir.

Sölumaður: no no 280?? Ok Ok maby 300
Við: No we will pay 280 or go and buy them in another place!
Við snúum okkur við og hristum hlæjandi hausinn sem partur af leikriti okkar og þá allt í einu kemur sölumaðurinn með síðasta tilboð:
OK OK maby 250? Is that ok?? 250.. ok ok??

Við setjum upp „já allt í lagi þá“ svipinn borgum og löbbuðum í burtu í hláturskasti. Við erum enn ekki vissar um hvað hann hélt að við værum að segja en hann hefur klárlega ruglast eitthvað í enskunni því sögðum svona tuttugu sinnum að við myndum borga 280.

Fögnum nú öll þakkargjörðarhátíðinni

Sko nú hef ég ekki mikið kynnt mér um Þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna en mér skilst að um einhverskonar sérstakan þjóðhátíðardag sé að ræða þar sem haldið er upp á þann dag er pílagrímarnir náðu sáttum við indíánana þegar verið var að leggja undir sig landið.

Ekki nema það að hér í Shanghai er til vefur (Sherpas) sem er eins og justeat.is, það er að segja að þar er listi yfir marga veitingarstaði og maður getur lesið matseðilinn á hverjum stað, hringt svo og pantað og fengið sent heim mat af öllum gerðum. Í gær var svo sem engin undantekning á pöntunaræði okkar frá þessum umrædda vef.

Við ákváðum að prufa nýjan stað í gær, sem við gerum nú svo oft, svo að ég hringi og panta af stað sem flokkast undir grískan veitingarstað og heitir svo skemmtilega King Kebab.

Réttum 10 mínútum síðar er hringt í mig frá Sherpas og mér tilkynnt það að King Kebab gæti ekki afgreitt pöntunina því að það væri lokað. VEGNA ÞAKKAGJÖRÐAR!!

= Grískur veitingarstaður í Kína var lokaður vegna sérhátíðar í Bandaríkjunum!! Eigum við að ræða þetta eitthvað eða?!

En þangað til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei nú meiga þeir aðeins reyna að stjórna sér með þakkargjörðina...ég segi nú ekki meir...hahahaha...alveg sko..:)

Begga (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 18:21

2 identicon

Elska bloggið þitt. Langar til yðar. Knús frá Bifró. Massa stuð hér en get ekki sagt þér hvað eða hvar það er. Er bara viss!

Stína International (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

"250, ok ok???"

Snilldin ein

Guðný Drífa Snæland, 26.11.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband