Finndu fimm villur...

Kínverjar eru nottlega bara hrikalega lélegir í ensku og málið er að það er ekkert farið í felur með það. Hér eru örfá dæmi um slíkt, við höfum séð svo mikið af villum á stöðum þar sem það ætti ekki að vera í boði að hafa stafsetningarvillur. EN þetta er skondið samt, kíkið á myndirnar og athugið hvort þið sjáið villurnar.

Þetta er á aðallestarstöðinni í Nanjing:

DSCF1055

Hér er bréf sem hékk uppi niður í skóla, fínt bréf svo sem, síðasta setningin er ..... já, ruglingsleg

DSCF0213

hér er mynd af heimasíðu þar sem maður pantar mat, hér er matseðill og hér er boðið upp á fjöldann alla af......:

DSC07824

 Já það er rétt... sangwiches..

hér er síðan mynd af vegg sem er niður á Blue frog. Það er fínn staður niður í molli sem við förum oft oft að borða. NEMA hvað að þar eru í boði 100 tegundir af staupum og hver sá sem klárar það fær nafn sitt á þennan wall of fame. Hingað til hefur bara einn afrekað að komast á þennann vegg frægðarinnar. En nú spyr maður sig, er þetta virkilega veggur frægðarinnar eða er þetta bara feik...

DSC07846 

wall of fame eða wall of famer?

Síðan er það trikkið hérna.. þetta er djúpnæringin mín

Hvað sjáið þið?

 DSC07823

Jújú ef þið sáuð það sama og ég þá á að pakka hárinu vandlega í tower en ekki towel..

 China sko... gotta love it


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gotta luv it. Vona að síðustu dagarnir verði ósegjanlega fullnægjandi fyrir upplifunarþörf ykkar...bleh bleh bleh, hlakka til að sjá ykkur aftur og góða ferð heim. (en samt, ekki fara að lenda í einhverju drama í restina)

Eyrún (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:54

2 identicon

hahaha af einhverjum ástæðum var það fyrst sem mér datt í hug þegar ég las þetta um hárdótið, kannski kínabúarnir hafi átt við svona handklæðadót eins og þú keyptir einu sinni manstu..kannski þeir kalli það tower :D hihihi !! Rúllið svo upp þessu kínaprófi og njótið Thailands...hlakka endalaust til að hitta ykkur eftir minna en 3 vikur =) Bið að heilsa píunum...

Steinunn (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:03

3 identicon

hahahahaha þetta er geðveikt.. shitt.

Lilja Borg (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband