4.12.2007 | 14:36
Þeir VAÐA í vitinu þarna í Bretlandi...
BWAHAHAHAHA
ég er nú búin að sitja og hlægja að þessu endalaust. Þetta er svo fyndið
Það er ekkert fyndið svo sem við þetta mál. Umrætt mál er að mjög mörgu leiti undarlegt. Maðurinn hverfur og kemur skyndilega fram eftir fimm ár og eins og segir í fréttinni að þá hefur lögreglan á Bretlandi ekki náð neinum upplýsingum upp úr manninum um það hvar hann hefði verið síðastliðin ár. Eiginkona hans er í þokkabót horfin sporlaust og enginn veit neitt.
Það sem er svo ógeðslega fyndið við þetta er komment lögreglunnar um þetta mál...
Lögregla segir augljóst að einhversstaðar hafi
maðurinn verið undanfarin fimm ár
- really?!... nei hættu nú alveg .. eru þið viss? var hann einhversstaðar?
Veit Grissom af þessu? það er ljóst að klárustu menn Bretlands eru að vinna að málinu
Birtist eftir fimm ár, eiginkonan horfin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta hefur nú skeð hér á Íslandi að fólk hverfur og dúkkar svo allt í einu upp mörgum árum síðar
Sólrún Guðjónsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:46
Hehhehe Algjör snilld...
Lilja Einarsdóttir, 4.12.2007 kl. 15:35
Það er til saga um einn út eyjum, hann var sendu útí búð að kaupa eitthvað smátterí og var í glasi, hann hvarf í 18 ár, fór um borð í skip sem fór til asíu, lét engan vita, búið að jarða hann, konan kominn með nýja mann og börnin þekktu hann lítið.
Dúkkar upp eins og sagði 18 árum síðar, með dótið sem hann átti að kaupa.
Þetta kallast 18ára fyllerí
Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 5.12.2007 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.