Shanghæ eftir ten minus 22 daga

Kæru vinir

Nú er að líða að því að kjellan skelli sér í skiptinám til Shanghæ. Ég fer núna 24. ágúst til Köben og verð þar að spássera með öl í annarri og HM poka í hinni fram til 29. ágúst þegar ég flýg um hálfan heiminn með smá stoppi í Hong Kong.

Shanghæ Kort

Ég verð sem sagt í 4 mánuði í Shanghæ háskólanum við nám í kínversku, kínveskri menningu og asískum lögum (og eitthvað fleira sem ég man bara ekki).

Það er nú svo sem ekkert mikið um það að segja í bili en ykkur til fróðleiks hef ég nú fengið endalaust magn af sprautum til að forða mér frá mest öllu nema fluglaflensunni. Japanska heilabólgan á ekki sjens í mig, það er alveg klárt.

Ég stefni nú að því að halda úti góðu bloggi meðan á dvöl minni í Kína stendur og fræða ykkur um ævintýri okkar í hópnum. Við erum jú 11 sem erum að fara út á vegum Háskólans á Bifröst og því reiknum við með minniháttar daglegum ævintýrum í það minnsta.

Það verða keypt hjól og við ætlum að skoða okkur um á tvem jafn kringlóttum.

En í öðrum fréttum er það helst á klaufinn ég datt á föstudaginn, frekar undarlegt allt saman, en önnur löppin á mér er sem sagt eins og fínasta Picaso verk, blá og marin frá klálfa og niður að tám, maður þakkar fyrir að hafa ekki brotið á sér löppina og þurfa að fara í gipsi til Kína!

En nú fer niðurtalning að hefjast og ég ætla á næstu dögum að koma mér aftur í blogg-gírinn og hita upp fyrir daglegar færslur frá Kína

Kveðja í bili - soðin ýsa með mikið af hömsum er á óskalistanum fyrir kvöldmatinn, harðfisk í desert ;)


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband