Föstudagur til fjár.. eða Köben kannski

Næstkomandi föstudag hefst ferð mín um heiminn þegar fyrsti áfangi í ferðalagi mínu hefst. Ég flýg til Köben og verð þar í nokkra daga áður en ég fer til : London-Hong Kong-Shanghai.

Ég mun dvelja hjá henni Nínu minni og Breka og verður væntanlega farið í einhverjar ævintýraferðir í HM og á barinn, sjáum svo hvað Breki nær að draga mig í bullið, kannski verður það dýragarður eða tívolíið, þetta kemur í ljós og ég mun setja inn nokkrar línur um Köbendvöl mína.

En ég vil óska systur minni, Dóru rokk hjartanlega til hamningju með afmælið, pían er svo gott sem 25 ára í dag, geri aðrir betur!

 systur

Í gærkveldi var því haldin gríðarveisla á Laugaveginum þar sem allt selebið lét sjá sig og talaði gula pressan um það í dag að veislustjórar hefðu verið glæsilegar og skreytingarnefnd staðið sig svo sannarlega í stykkinu, rætt var um að vissulega hefði creme de la creme af íslensku þotuliði hefði skemmt sér fram eftir nóttu í þessu eina besta partýi ársins.

En til hamingju með afmælið sys!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sææælar og takk fyrir síðast, algerlega awesome partý eins og alltaf hjá ykkur ;) Mun klárlega stela eitthvað af þessum myndum þar sem ég actually var ekki með vél sjálf, belive it or not !! Strax farin að sakna þín, sniff sniff. Skylda að vera ofurdugleg að blogga !!!

Steinunn (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 22:22

2 identicon

Pant fá að taka einn drykk með þér í köben sæta. my number er 31718328 call me Begga

Begga (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 07:15

3 identicon

Gangi þér vel og skemmtu þér enn betur.

Kv Guðrún Jóna aka Gaffall í kok...

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband