Komin til Köben

Sit með öllara og hef það næs í Köben, gekk bara vel flugið og ekkert vesen. Það var ekki laust við að ég fékki smá sting í magann við að kveðja mömmu, pabba og Halldóru, þetta verður skrítið að sjá ykkur ekki næstu mánuðina, en þeir verða væntanlega fljótir að líða.

Annars verður hér öl og stuð fram yfir helgi og fólk streymir til Köben til að hitta píuna loks þegar maður kemur á meginlandið.

Það verður samkynheigt stolt (gay pride) á morgun hér í kongsins og mikið um að vera, Fields (verslunarmiðstöðin) á sunnudaginn og hef grun um að debetkortið fái að kenna á því. Annars eru allir hér í Köb hressir og þrykja kveðju á liðið.

Hress í Köben, bið að heilsa í bili!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ esskan, bara að segja ógó góða ferð til Kína og passaðu nú vel upp á litlurnar okkar ;) hehe !! Látið svo heyra frá ykkur þegar þið komist í netsamband. Strax farin að sakna ykkar. En ég fæ smá uppbót þar sem ég fer að sækja Möttu á flugvöllinn á eftir ;) verður skrítið að vera án ykkar í 4 mánuði :/ en bara enn skemmtilegra við endurfundina um jólin :D

Knús og kram frá Spáni...

Steinunn (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband